Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 102
GWYN JONES: The Norse Atlantic
Saga. Being ihe Norse Voyages of
Discovery and Settlement to Ice-
land, Greenland, America. — Oxford
University Press, 1964.
I'ví cr ekki að leyna, að margur
Norðurlandamaður kennir ógleði, er
hann sér eða heyrir nafnið víkingur,
með ðllu því auglýsingaskrumi, van-
þekkingu og skrípalátum, sem oft eru
í för með því. Þessi víkingavaðall náði
hryllilegu hámarki í kvikmynd Kirk
Douglas, The Vikings, sem urn lieim-
inn fór fyrir nokkrum árum og fer
kanski enn. Og víst þarf enginn að
ætla, að þessi nýja gervivíkingaöld sé
liðin. En þrátt fyrir þessi ósköp má
ekki láta sér sjást yfir það, að á vorum
dögum er vakandi og sívaxandi áhugi
á að rannsaka í alvöru það skeið í
tögu Norðurlanda og jafnvel allrar
Evrópu, sent erlendar þjóðir kenna
löngum við víkinga, en íslendingum
er tamara að nefna landnámsöld og
söguöld, að því er til Islands tekur.
Því að á þessu skeiði fannst og bvggð-
ist Island, víkingaaldarmenning er
grundvöllur menningar vorrar, og inn-
an umgerðar víkingaaldar gerðust þeir
atburðir, sem um er fjallað i Islend-
ingasögum. Þessi mikii áhugi á sögu
og menningu víkingaaldar liefur á síð-
ustu árunt borið merkilega ávöxtu J
rannsóknum og ritum, Jiar sem ábyrg-
ir fræðimenn reyna að varpa sannleiks-
ljósi yfir tímabilið. Það er ástæða til
fyrir oss Islendinga að fylgjast eftir
ntætti með þessu öllu, svo mjög sem
það varðar sögu vora og menningu, i
öllum víkingaaldarrannsóknum lilýtur
ísland og upphaf þjóðar vorrar mjög
að bera á góma.
Nýlega er komin út bók, sem fjallar
urn víkingaöld, en þó aðeins þann
þátt hennar, er varðar landafundi og
landnám Norðurlandamanna norður
og vestur unt höf, á íslandi, Grænlandi
og í Norður-Ameríku. Það er 1 lie
Norse Atlantic Saga eftir Gwyn Jones,
prófessor í enskri tungu og bókmennt-
unt við háskólann í Aberystwyth t
Wales. Höfundurinn er þekktur rit-
höfundur og liefur áður þýtt íslenzkar
sögur og gefið út á ensku, hann þekkir
sig vel hér á landi og er nákunnugur
norrænni menningu að fornu og nýju-
í þessari nýju bók sinni, sem hann
hefur unnið að á undanförnum árum
og búið sig undir að skrifa meðal ann-
ars með heimsóknum til Islands og
Grænlands, tekur hann sér fyrir hend-
ur að rekja eftir öllum tiltækum heim-
ildum landafundasöguna á 9., 10. °S
11. öld, norður og vestur um Atlans-
haf. Þessi saga hans er þó aðeins tæpur