Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 96
Það hefur oltið á ýmsu hjá ríkis-
útgerðinni, Þjóðleikhúsinu, það
sem af er þessari leiklistarvertíð.
Fvrst var settur þar á svið franskur
búlustrætis gleðileikur — vitanlega
af beztu sort — en vakti helzt hjá
manni þá hugsun, ef nokkur var,
að ekki væri þá lélegri sortin góð.
„Flónið“ nefndist gleðileikur þessi
í íslenzkri þýðingu; Kristbjörg
Kjeld lék þar aðalhlutverkið, oglék
það vel — bjargaði því, sem bjargað
varð. Annars minnti Jressi vafasama
tilraun Þjóðleikhússins talsvert á
það, þegar virðuleg og háttsett frú
verður allt í einu gripin ómótstæði-
legri löngun til að lyfta pilsunum
eins og þær ótignari, sleppa nú
einu sinni öllum hátíðleik og
skvetta sér dálítið upp.
,Gísl“, sjónleikur eftir írska leik-
ritahöfundinn, Brenda Behan, var
af allt öðrum toga spunninn. Þegar
ég segi sjónleikur, en ekki leikrit,
geri ég það af ásettu ráði, því að
þarna er um að ræða bráðskemmti-
legan sjónleik, en heldur lélegt leik-
rit, dæmi maður leikrit eins og þeg-
ar talað eru um að kvæði sé vel eða
illa ort, og á þá við bragreglur og
önnur listræn og viðtekin forms-
atriði. Kvæði geta verið sterk að
áhrifum þótt skáldið láti allar brag-
reglur lönd og leið; eins er um leik-
rit, og það munu varla til þær við-
urkenndar leikritunarreglur, seffl
Brendan Behan leylir sér ekki að
brjóta — og hefur yndi af að brjóta.
Helzt minnir „Gísl“ á þá alltof
sjaldgæfu manngerð, sem er aldret
skemmtilegri en við vín; lætur móð-
ann mása úr einu í annað, en er
svo fyndinn og skemmtilega iH'
kvittnislega skarpskyggn á veilur
og bresti annarra, að maður óskar
þess eins að ekki renni af náung-
anum, svo að hann verði leiðinleg-
ur eins og aðrir. Og auðvitað er
svo írskur uppreisnarandi gegn öllu
og öllum — og þó fyrst og fremst
Breturn — írsk viðkvæmni og IjóO-
ræna, drykkjuskapur og taumleysi.
það sent segir til um ættarmót þessa
sjónleiks, og allt komst Jretta prýði-
lega til skila á leiksviðinu fyr>r
kunnáttusamlega og nærfærna leik
stjórn McAnna frá Dyflini, landa
og vinar höfundar, og vel gerða
þýðingu Jónasar Árnasonar — °£
síðast en ekki sízt ágætan leik
Helgu Valtýsdóttur og Róberts
Arnfinnssonar.