Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 54
42
EIMREIÐIN
upjji á snarbrattri brún I'yrir ofan
sjávarströnclina. Sólin var komin í
vestur og hafflöturinn glitraði í
mótljósinu. Landið var hæðótt og
samt frjósamt, skógar, tún og akr-
ar, og byggðin vitnar um auðsæld
og ríkidæmi. Þarna lifir fólk jafnt
á sjávarfangi sem landbúnaði, en
mest þó á ferðamönnum.
Engin stórbreyting verður við
landamærin nema tungan er önn-
ur og fólkið eitthvað öðruvísi, en
þó minna en ætla mætti, enda mjög
blandað gegnum aldirnar. Sunnan
landamæranna búa Baskar. Það er
þjóð út af fyrir sig með ákveðnum
sérkennum og tungu, sem ekki er
spánska, heldur eitthvað allt ann-
að, tungumál sem hvergi er ann-
ars staðar til í veröldinni. Baskar
segja sjálfir að það sé elzta mál í
heimi og málfræðingar eru þeirrar
skoðunar að málstofninn eigi ræt-
ur sínar aftur á steinöld. Einhver
liefur lýst Böskum þannig að and-
litið á þeim sé nærri réttmyndaður
þríhyrningur, auk þess sem þeir
séu neflangir, kinnbeinastórir og
bilið mjótt á milli augnanna. Þeir
eru lágvaxnir, og lífmiklir og I sam-
ræðum minna þeir á ítali. Á hárið,
einkum hár kvenna, fellur tinnu-
gljái. Það er I langflestum tilfell-
um svart.
Baskar eru lalclir mestir athafna-
og iðjumenn Spánar, en líka slótt-
ugir og séðir í viðskiptum. Þeir eru
stoltir og halda málum sínum til
streitu. Nokkur rígur hefur jafn-
an verið milli þeirra og annarra
íbúa eða kynstofna Spánar og þeir
telja sig standa þeim í flestu fram-
ar.
Eitt það fyrsta, sem ég rak aug-
un í, þegar inn fyrir landamærin
kom, voru stór, litsterk og áberandi
auglýsingaspjöld — sams konar fyr-
irbæri og maður sér meðíram þjóð-
vegum á Ítalíu. Á einu fyrsta
spjaldinu, sem ég sá, var að sjáli-
sögðu — naut.
Náttstaður okkar er skammt
hanclan landamæranna I sérkenni-
legri borg, sem liggur í þröngu
viki eða dalverpi milli hárra og
brattra hæða á sjávarströndu við
Biskayjaflóann. Borgin lieitir San
Sebastian og lega hennar er undur-
fögur.
Nafn þessarar borgar er íslend-
ingum alls ekki óviðkomandi, og
mér persónulega finnst, að stærsti
smánarblettur okkar í viðskiptum
við aðrar þjóðir sé einmitt tengd-
ur San Sebastian. Þaðan voru
Spánverjarnir, sem íslendingarnir
veittust svo ódrengilega og ómann-
úðlega að í Æðey og Sandeyri í
ísafjarðardjúpi á 17. öld. Mér
fannst ég standa í sök við þessa
borg og íbúa hennar og ætti af
þeim ekkert gott skilið.
Eftir að hafa komið farangri
mínum lyrir I gistihúsinu fórum
við hjónin ein okkar liðs í kvöld-
göngu um borgina. Borgin stendur
I byggingalegu tilliti að baki flest-
um cjðrum þeim borgum á Spám.
sem ég hef séð. Götur eru að vísu
allhreinar og beinar og húsin stoi
)g mikil, en það skortir öll elskuleg-
lieit og sjarma í hvorttveggja. Það
lætur rnann kaldan og ósnortinn