Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 56
44
EIMREIÐIN
Það er dalalæða. Strax og bíllinn
tekur að vinda sig upp brekkurn-
ar úr gljúfrinu fer sólin að skína
í gegn, unz ekki sér lengur ský-
hnoðra á himni, ekkert annað en
heiðbláma himinsins og steikj-
andi sólskin.
Við erum komin upp á hásléttu
Spánar og komumst hæst í 1444
metra hæð á leiðinni til Madrid.
Það er erfitt að lýsa landslagi á
þessari hásléttu. í heild má segja,
að það sé fábreytilegt, en þó aldrei
tilbreytingarlaust með öllu.
Klukkustundum saman ekur mað-
ur gegnum gulbrúna jörð, sem
bylgjast í smá hæðadrög eins og
endalaust úthaf. Landið er hvergi
flatt í þess orðs eiginlegustu
merkingu, maður eygir hvarvetna
hól, hæð eða fjall, annaðhvort nær
eða í fjarska. Hæðadrögin eru víð-
ast flöt að ofan, á einstöku stað
sjást þó nibbur og gnípur standa
upp úr gráum klettabeltum. Fjöll-
in eru ber og nakin, gráar klappir
og urðir og á einstöku stað sást í
snævi þakin fjöll í fjarska. Þau
bera íslenzkan svip. jarðvegurinn
er skrælnaður — lífvana. Þar vex
óvíða gras heldur lágvaxinn krækl-
óttur vínviður og olíuviðartré
standa á stangli upp úr þessari
gulbrúnu mold. Olíuviðurinn er
að heita má einu trén, sem dafna
á hásléttunni um miðbik Spánar.
Ég sá hvergi skóg, og ég varð feg-
inn. Hafði fengið nóg af honum í
Mið-Evrópu. Ég hugsaði til þess
með andúð og kvíða ef Spánn ætti
einhvern tíma eftir að klæðast
skógi.
Vínviðarrækt er ein helzta at-
vinnugrein hásléttubúa, þar er örð-
ugt um aðra ræktun. Talið er, að
vínútflutningur Spánverja nemi
2000 milljónum lítra ár hvert. Olíu-
viðarrækt er meiri en í nokkru
öðru landi veraldar og nemur árs-
framleiðslan af olívum um 400 þús-
und lestum. Kornrækt er ekki mik-
ilvægur atvinnuvegur, það gerii'
þurrkurinn annars vegar og óheppi-
legur jarðvegur hins vegar. Ávaxta-
rækt er hins vegar mikil og spánsk-
ir ávextir víðfrægir fyrir bragð-
gæði.
í gamalli Spánarlýsingu segir, að
Spánn sé ekki gott land og heldur
ekki vont. Það sé ákaflega þurrt,
en samt vaxi þar mikið af góm-
sætum ávöxtum, og sá, sem þangað
ætli, megi ekki skelfast eríiðleika
né vonbrigði. Lengra nær sú lýs"
ing ekki.
A leið okkar suður þessa hrjóstr-
ugu hásléttu sáum við fólk víða
við vinnu. Eins og annars staðar
í Suðurlöndum er lítið unnið með
vélakosti, en þeim mun meir með
gamaldags verkfærum, nautum.ösn-
um og hestum og þó mest meö
handaflinu. Úti á vínökrunum s:l
ég oftast fólk með eins konar spaða
á löngu skafti og horn spaðans i
vinkil niður úr skaftinu. Fjárhjarð-
ir sá ég á stöku stað og gættu þeirra
hirðar og hundar. Hjarðirnar voru
ekki stórar, í flestum tilfellum :l
að gizka 150—200 fjár.
Bvggingarstíllinn verður alltann-
ar heldur en norður við ströndina
og húsin yfirleitt minni og fátæk-
legri. Sum þeirra blátt áfram kumb-