Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 56
44 EIMREIÐIN Það er dalalæða. Strax og bíllinn tekur að vinda sig upp brekkurn- ar úr gljúfrinu fer sólin að skína í gegn, unz ekki sér lengur ský- hnoðra á himni, ekkert annað en heiðbláma himinsins og steikj- andi sólskin. Við erum komin upp á hásléttu Spánar og komumst hæst í 1444 metra hæð á leiðinni til Madrid. Það er erfitt að lýsa landslagi á þessari hásléttu. í heild má segja, að það sé fábreytilegt, en þó aldrei tilbreytingarlaust með öllu. Klukkustundum saman ekur mað- ur gegnum gulbrúna jörð, sem bylgjast í smá hæðadrög eins og endalaust úthaf. Landið er hvergi flatt í þess orðs eiginlegustu merkingu, maður eygir hvarvetna hól, hæð eða fjall, annaðhvort nær eða í fjarska. Hæðadrögin eru víð- ast flöt að ofan, á einstöku stað sjást þó nibbur og gnípur standa upp úr gráum klettabeltum. Fjöll- in eru ber og nakin, gráar klappir og urðir og á einstöku stað sást í snævi þakin fjöll í fjarska. Þau bera íslenzkan svip. jarðvegurinn er skrælnaður — lífvana. Þar vex óvíða gras heldur lágvaxinn krækl- óttur vínviður og olíuviðartré standa á stangli upp úr þessari gulbrúnu mold. Olíuviðurinn er að heita má einu trén, sem dafna á hásléttunni um miðbik Spánar. Ég sá hvergi skóg, og ég varð feg- inn. Hafði fengið nóg af honum í Mið-Evrópu. Ég hugsaði til þess með andúð og kvíða ef Spánn ætti einhvern tíma eftir að klæðast skógi. Vínviðarrækt er ein helzta at- vinnugrein hásléttubúa, þar er örð- ugt um aðra ræktun. Talið er, að vínútflutningur Spánverja nemi 2000 milljónum lítra ár hvert. Olíu- viðarrækt er meiri en í nokkru öðru landi veraldar og nemur árs- framleiðslan af olívum um 400 þús- und lestum. Kornrækt er ekki mik- ilvægur atvinnuvegur, það gerii' þurrkurinn annars vegar og óheppi- legur jarðvegur hins vegar. Ávaxta- rækt er hins vegar mikil og spánsk- ir ávextir víðfrægir fyrir bragð- gæði. í gamalli Spánarlýsingu segir, að Spánn sé ekki gott land og heldur ekki vont. Það sé ákaflega þurrt, en samt vaxi þar mikið af góm- sætum ávöxtum, og sá, sem þangað ætli, megi ekki skelfast eríiðleika né vonbrigði. Lengra nær sú lýs" ing ekki. A leið okkar suður þessa hrjóstr- ugu hásléttu sáum við fólk víða við vinnu. Eins og annars staðar í Suðurlöndum er lítið unnið með vélakosti, en þeim mun meir með gamaldags verkfærum, nautum.ösn- um og hestum og þó mest meö handaflinu. Úti á vínökrunum s:l ég oftast fólk með eins konar spaða á löngu skafti og horn spaðans i vinkil niður úr skaftinu. Fjárhjarð- ir sá ég á stöku stað og gættu þeirra hirðar og hundar. Hjarðirnar voru ekki stórar, í flestum tilfellum :l að gizka 150—200 fjár. Bvggingarstíllinn verður alltann- ar heldur en norður við ströndina og húsin yfirleitt minni og fátæk- legri. Sum þeirra blátt áfram kumb-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.