Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 74
62
EIMREIÐIN
bindi. Við skínandi hvítan flibb-
ann sýndist brúnleitt hörund hans
næstum svart. Hann brosti drengja-
lega, hálffeimnislega, og lyfti hatt-
inum klaufalega, en sagði ekkert.
Mary var alltaf öðru hverju að
líta við og horfa eftir götunni, til
að ganga úr skugga um, hvort Duke
Yetter elti sig, en hún gat hvergi
komið auga á hann, enda orðið
skuggsýnt. Reiðiofsinn í huga
hennar fjaraði út.
Hún kærði sig ekki um að fara
heirn og taldi vera orðið of áliðið
kvölds til að fara til kirkju. Frá
Upper Main Street lá stutt gata
austur á bóginn og niður talsvert
bratta brekku, að dálítilli á og brú
var yfir ána. Þetta voru endamörk
bæjarins í þessa áttina. Hún gekk
niður götuna að brúnni, stóð þar í
hálfrökkrinu og horfði á tvo
drengi, sem voru að veiða í ánni.
Herðabreiður maður, klæddur
grófgerðum fötum kom gangandi
niður götuna, stanzaði á brúnni og
ávarpaði hana. Það var í fyrsta
sinn, sem hún hafði heyrt nokkurn
íbúa bæjarins tala hlýlega um föð-
ur sinn. „Þér eruð dóttir Cochrans
læknis?" sagði hann í hikandi
spurnartón. „Ég geri ekki ráð fvrir
að þér vitið, hver ég er, en faðir
yðar veit það.“ Hann benti í átt-
ina til drengjanna tveggja, sem
sátu á grasivöxnum árbakkanum
með litlu veiðistangirnar sínar í
höndunum. „Þetta eru drengirnir
mínir og ég á fjögur önnur börn,“
hélt liann áfram. „Ég á einn dreng
enn, og svo þrjár dætur. Ein þeirra
vinnur í búð. Hún er á aldur við
yður.“ Maðurinn sagði frá kynnum
sínum af Cochran lækni. Hann
sagðist hafa verið landbúnaðar-
verkamaður og vera alveg nýfluttur
til bæjarins til að vinna í húsgagna-
verksmiðjunum. Síðastliðinn vetur
hefði hann verið lengi veikur og
því alveg peningalaus. Á meðan
hann lá í rúminu hafði einn drengj-
anna hans dottið ofan af hlöðulofti
og fengið hræðilegan skurð á höf-
uðið. '
„Faðir yðar kom til okkar á
hverjum degi og hann saumaði
saman skurðinn á höfði Tomrna
míns.“ Verkamaðurinn sneri ser
frá Mary og stóð um stund með
húfuna sína í hendinnr og horfði
á drengina. „Ég var yfirbugaður
og vonlaus og faðir yðar annaðist
ekki aðeins mig og drenginn minn,
heldur gaf hann líka konunin
minni peninga til að kaupa fynr
rneðul, matvörur og annað, sem
við þurftum að kaupa í verzlunum
hér í bænum." Maðurinn talaði
svo lágt, að Mary varð að halla sér
áfram til að heyra hvað hann sagði-
Það lá við að andlit hennar snerti
öxl verkamannsins. „Faðir yðar er
góður nraður, en ég er hræddur um,
að hann sé ekki mjög hamingju-
samur,“ hélt hann áfram. „Dreng-
urinn og ég komumst til góðrar
heilsu og ég fékk vinnu hér í baen-
um, en hann vildi ekki taka við
neinum peningum af mér. ,Þér
kunnið að lifa lífinu með börnum
yðar og konunni yðar. Þér vitið
hvernig þér eigið að fara að Jrví að
gera þau hamingjusöm. Eigið pe'1'
ingana yðar sjálfur og notið Jra i