Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 58
46
EIMREIÐIN
os, mikilvæg samgöngumiðstöð, en
frægust þó sem hernaðarbækistöð
og l'yrir orustur, sem um hana hafa
verið háðar fyrr og síðar. Einmitt
fyrir þær sakir á Burgos sérstæðari
sögu að baki en ílestar aðrar borgir
Spánar. Meira að segja í borgara-
styrjöldinni 1936—39 var Burgos
liöfuðbækistöð Francos, unz hann
hafði hlotið fullan sigur.
Annars er Burgos frægust fyrir
annan herforingja, sem lnin ól.
Hann hét Cid og mun hafa komið
í þenna heim um miðja 11. öld.
Hann var eins konar sambland af
Hróa hetti og Vilhjálmi Tell, en
þó enn ein manngerð. Hann gerðist
herforingi í þjónustu Alfonsar VI.
og vann fyrir hann hvern stórsig-
urinn á fætur öðrum. Réttlætistil-
finning hans var svo rík, að þegar
kvittur gaus upp um það, að kon-
ungur hefði látið myrða bróður
sinn til að treysta völd sín, neitaði
Cid að kyssa á hönd hans eins og
hirðmannleg skylda bauð. Og svo
var veldi hans rniklu meira en kon-
ungs, að Alfons varð að lítillækka
sig fyrir undirmanni sínum og
sverja opinberlega eið, að hann
væri saklaus af dauða bróður síns.
Burgos er litlu stærri borg en
Reykjavík, telur um 85 þúsund
íbúa, og þar er eitt hús miklu
mest og skrautlegast. Það er að
sjálfsögðu kirkjan, eins og í vel-
flestum öðrum bæjum og borgum
á Spáni. Kirkjuvaldið er þar í raun-
inni miklu voldugra heldur en
sjálft ríkisvaldið, og Franco vann
sigur í borgarastyrjöldinni af því
að kirkjan stóð að baki honum.
Enn í dag á kirkjan mikinn hluta
jarðeigna landsins, auk iðníyrir-
tækja, nárna, vátryggingastofnana,
vöruhúsa, gistihúsa, skóla og fyrir-
tækja.
Dómkirkjan í Burgos er eitt af
]3essum táknbáknum spánska
kirkjuvaldsins, undarlegt hús og
skrautlegt, byggt á 300 árum í
tveimur byggingarstílum, gotnesk-
um og endurvakningartímabilsins.
Hún geymir líkkistu Cids liers-
höfðingja, enda er það mesta stolt
hennar.
Inni í kirkjunni sáum við nunn-
ur með hóp barna, laglegustu
krakka, sem ekki tóku bænahaldið
ýkja hátíðlega og grettu sig °S
hlógu, þegar þeir héldu, að nunn-
urnar sæju ekki til. Að utan er
hvergi unnt að virða kirkjuna fyr-
ir sér frá neinum ákveðnum stað
eða götu. Hún er byggð í miðju
húsahafi, þar sem götur eru í senn
þröngar og krókóttar og til þess að
sjá bygginguna í fullri hæð verður
maður að reigja höfuðið langt aft-
tir á bak.
Um Burgosbúa er sagt, að þeir
séu í hópi þeirra fáu Spánverja,
sem lítið yndi hafi af nautaati. Og
í ýmsu öðru séu þeir frábrugðntr
löndum sínum. Þeir eru sagðir hlé-
drægir, allt að því feimnir, og gef;l
sig lítt að ókunnugum. Þjóðdansar
|jeirra eru frábrugðnir öðrum þjóð-
dönsum á Spáni, skortir stemningu
augnabliksins, en hinum ríkari að
fágun og mýkt.
Svo heldur ferðinni áfram gegn-
um þetta endalausa gulbrúna vín-
yrkjuland, sem á einstöku stað tek-