Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 58

Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 58
46 EIMREIÐIN os, mikilvæg samgöngumiðstöð, en frægust þó sem hernaðarbækistöð og l'yrir orustur, sem um hana hafa verið háðar fyrr og síðar. Einmitt fyrir þær sakir á Burgos sérstæðari sögu að baki en ílestar aðrar borgir Spánar. Meira að segja í borgara- styrjöldinni 1936—39 var Burgos liöfuðbækistöð Francos, unz hann hafði hlotið fullan sigur. Annars er Burgos frægust fyrir annan herforingja, sem lnin ól. Hann hét Cid og mun hafa komið í þenna heim um miðja 11. öld. Hann var eins konar sambland af Hróa hetti og Vilhjálmi Tell, en þó enn ein manngerð. Hann gerðist herforingi í þjónustu Alfonsar VI. og vann fyrir hann hvern stórsig- urinn á fætur öðrum. Réttlætistil- finning hans var svo rík, að þegar kvittur gaus upp um það, að kon- ungur hefði látið myrða bróður sinn til að treysta völd sín, neitaði Cid að kyssa á hönd hans eins og hirðmannleg skylda bauð. Og svo var veldi hans rniklu meira en kon- ungs, að Alfons varð að lítillækka sig fyrir undirmanni sínum og sverja opinberlega eið, að hann væri saklaus af dauða bróður síns. Burgos er litlu stærri borg en Reykjavík, telur um 85 þúsund íbúa, og þar er eitt hús miklu mest og skrautlegast. Það er að sjálfsögðu kirkjan, eins og í vel- flestum öðrum bæjum og borgum á Spáni. Kirkjuvaldið er þar í raun- inni miklu voldugra heldur en sjálft ríkisvaldið, og Franco vann sigur í borgarastyrjöldinni af því að kirkjan stóð að baki honum. Enn í dag á kirkjan mikinn hluta jarðeigna landsins, auk iðníyrir- tækja, nárna, vátryggingastofnana, vöruhúsa, gistihúsa, skóla og fyrir- tækja. Dómkirkjan í Burgos er eitt af ]3essum táknbáknum spánska kirkjuvaldsins, undarlegt hús og skrautlegt, byggt á 300 árum í tveimur byggingarstílum, gotnesk- um og endurvakningartímabilsins. Hún geymir líkkistu Cids liers- höfðingja, enda er það mesta stolt hennar. Inni í kirkjunni sáum við nunn- ur með hóp barna, laglegustu krakka, sem ekki tóku bænahaldið ýkja hátíðlega og grettu sig °S hlógu, þegar þeir héldu, að nunn- urnar sæju ekki til. Að utan er hvergi unnt að virða kirkjuna fyr- ir sér frá neinum ákveðnum stað eða götu. Hún er byggð í miðju húsahafi, þar sem götur eru í senn þröngar og krókóttar og til þess að sjá bygginguna í fullri hæð verður maður að reigja höfuðið langt aft- tir á bak. Um Burgosbúa er sagt, að þeir séu í hópi þeirra fáu Spánverja, sem lítið yndi hafi af nautaati. Og í ýmsu öðru séu þeir frábrugðntr löndum sínum. Þeir eru sagðir hlé- drægir, allt að því feimnir, og gef;l sig lítt að ókunnugum. Þjóðdansar |jeirra eru frábrugðnir öðrum þjóð- dönsum á Spáni, skortir stemningu augnabliksins, en hinum ríkari að fágun og mýkt. Svo heldur ferðinni áfram gegn- um þetta endalausa gulbrúna vín- yrkjuland, sem á einstöku stað tek-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.