Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 22
2 EIMREWIN vara allt fram á þrettánda. Þessi mikla og fornhelga miðsvetrarhátíð er ein heild, þó jóladagur og nýjársdagur skeri sig úr. Renna þá sam- an að nokkru leyti heiðnir og kristnir siðir og hugmyndir, án árekstra. Fornar venjur eru lífseigar, ekki sízt í sambandi við stór- hátíðir, sem breyta þó um merkingu við hver siðaskipti. Á jólum voru á reiki vættir landsins, góðar og illar, og þurfti ýmsan varnað að hafa. Jólin eru hátíð gnægta og gjafa, og vekja nú, í kristnum sið, sumt hið bezta, sem blundar í sálardjúpinu — vorn betri mann, góðvild, bróðurhug og sálarfrið. Um áramótin er litið aftur um öxl og fram á ófarna leið, og fell- ur það að mestu í hlut annarra ræðumanna, eins og vant er. En eins atburðar á liðnu ári get ég þó ekki látið ógetið, en það er loka- ákvörðunin í handritamálinu 17. nóvember síðastliðinn. Það var viðkvæmt mál öllum almenningi hér á landi og ýmsum Dönum, einkum fræðimönnum og safnvörðum. Handritamálið var hyggilega rekið af vorri hálfu, engin höfuð- áherzla á hinni rétarfarslegu hlið málsins, heldur sögulegum og nátt- úrlegum rétti, sem Danir tóku fullt tillit til, þó slíku sé ekki ætíð að fagna í viðskiptum þjóða á milli. Með þessari aðferð hefir íslend- ingum jafnan orðið bezt ágengt í sjálfstæðis- og viðreisnarbaráttu sinni. Málið er útkljáð, og þá jafnframt lokið þeim ágreining og deilum, sem staðið hafa á aðra öld um samband og samskipti íslendinga og Dana. Margir vinir vorir danskir hafa kallað yfir sig nokkura póli- tíska óvild fyrir skilning sinn á og fylgi sitt við hinn íslenzka mál- stað, og er það ekki ný bóla. En því þakklátari megum vér vera, bæði þeim og dönskum almenningi yfirleitt. íslendingar ljúka nú upp einum munni um það, að fáar þjóðir, ef nokkrar, liefðu reynzt oss jafn skilningsgóðar og drengilegar á úrslitastundum sjálfstæðis- baráttunnar og Danir, þó oft hafi gætt mikillar tregðu í sjálfri viður- eigninni. Sá jólafriður, sem nú ríkir í þessum efnum, mun haldast. í bókmenntum og íslenzkri tungu lifir og vakir íslenzkt þjóðerni. Þó íslenzkar fornbókmenntir séu mikils virtar meðal erlendra fræði- manna, jrá eru þær hvergi ahnenningseign annars staðar en hér á landi — nema vera skyldi Heimskringla Snorra með Norðmönnum. Þær eru lifandi afl í íslenz.ku þjóðlífi. Þess vegna eiga handritin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.