Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 23
SJÓÐUR FYRIR HANDRITASTOFNUNINA 3 heima hér og hvergi annars staðar, hvað sem líður eignarrétti og ástundun fáeinna fræðimanna. Fornar minjar eru hér og fáar aðrar en handrit og bókmenntir. Þar hefir þjóðarsálin varðveitzt um aldir. Minningarnar hafa vakið stórhug og djörfung fámennrar, fátækrar þjóðar í langri og torsóttri viðreisnarbaráttu. Sú þjóð á sér mesta viðreisnarvon, sem átt hefir giæsilega fortíð og varðveitt sögu sína. Hvar væri ísland nú á vegi statt án bókmenntaiðju forfeðranna? Handritastofnun, sem á að taka til allra íslenzkra fræða, verður fjárfrek. En til fjárveitinga kalla brýnar þarfir hins nýja tíma úr öllum áttum, og vísast verður engum alveg fullnægt. Væri það ekki ráð, að sjá Handritastofnuninni fyrir sjálfstæðum tekjum með sjóð- stofnun, sem gerði stofnuninni, og þá máske einhverjum öðrum opinberum bókasöfnum, hægara um vik, en ef eingöngu væri stuðzt við árlegar fjárveitingar? Ef gert er ráð fyrir ríflegu stofnfjárfram- lagi og bókagjöfum áhugamanna, þá mætti slíkt verða til mikils létt- is, og gæti þá Handritastofmmin orðið miðstöð íslenzkrar bóka- söfnunar og dreifingar. Stofnunin hefir mikfu hlutverki að gegna. Hér lifir hin forna tunga, íslenzkan, með þeim viðaukum, sem breyttir tímar heimta, og ættum vér að leggja niður þann sið að kalla það fornnorrænt, sem er alíslenzkt. Hingað þurfa því erlendir menn að leita, sem vilja kynna sér til nokkurrar hlítar íslenzk fræði. íslenzkan er við hlið latínunnar formóðir margra hinna helztu menningarmála vestræns heims. Úrræði til sjóðsstofnunar verða innan skamms tekin til um- ræðu, en ekki gerð nánari grein fyrir í þessu stutta ávarpi. Núlifandi, eldri menn muna glöggt hallærisástand þjóðarinnar frarn á og jafnvel fram yfir síðustu aldamót. Nú um hátíðirnar þykir mörgum nóg um allan íburð og kaupskap. Miðsvetrarhátíðin hefir að vísu frá fornu fari verið hátíð fæðis, klæða og samfunda, þegar og þar, sem kostur hefir verið á. En einhlítar hafa allsnægtirnar aldrei verið til að skapa frið, velþóknun og sálarró. Þó hófs skuli gæta, þá bera þó hátíðabrigðin skýran vott um vax- andi velgengni síðustu áratuga. Og enginn mundi vilja skipta á þeim lífskjörum, sem þjóðin býr nú við, og örbirgð fyrri alda. F.n við- búnir þurfum vér að vera misjöfnu árferði, en það hefir jafnan geng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.