Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 28
8
EIMREIÐIN
„Hjalteyri, 22. ágúst 1916.
[M. ö. o. sumarið næsta eftir að við vorunt saman
í Kaupmannahöfn. Vegna þeirra, sem ekki liafa les-
Iið minningabókina unt Davíð, sem út kom á næst-
síðasta hausti, verður að láta þess getið hér, að
„Boðn“ var ungskáldafélag, sem kom saman til
funda á Garði í Kaupmannahöfn árin 1915—16 og
í Reykjavík missirin kringum 1920.]
Og jafnvel þ ú barnið mitt, Brútus! Jafnvel þú skammar mig
blóðugum skömmunum ... Nú fer að vandast málið. Hvernig á ég
að lifa? Hvernig á ég að snúa mér? Hvað á ég að gjöra, tala, eta
o. s. frv. Það líkar engum neitt sem ég gjöri. Nei for helvíti! Ég
hef rétt á að lifa eins og ég vil. Ég er frjáls. (Svo telur hann fram í
löngu máli afsakanir. Hin fyrsta er „pennaleti". Kaflinn um afsök-
un nr. tvö endar svona: En að liafa ekkert samneyti við skemmti-
legar stúlkur í heilt sumar . .. það er drepandi bæði fyrir skáld og
hagyrðinga og svo hina þriðju stétt innan vébanda liinnar andlegu
gæðinga, það er hina göfugu og snjöllu og öll góð lýsingarorð verð-
skuldandi „hirðsiðameistara. (Til skýringar síðast nefnda orðinu
skal það tekið fram, að sú stétt var stofnuð innan „Boðnar“, til þess
að rnynda einhvern grundvöll fyrir veru minni í því félagi; ég er
sem sé gersneyddur hagmælsku) .. . Og þú barnið mitt, Brútus! Að
ólánið (eða gæfan — eða hvort tveggja sameinað í æðri einingu)
skyldi leika þig svo grátt að lofa þér ekki að taka próf í einu sak-
lausu fagi þó og þitt háttvirta studium er!1) En einu ári verðum við
að taka með þökkum og lofgjörð og söng, við vitru mennirnir sem
erum innan vébandanna. Að æðrast þó að eina hrífuskaftið brotni
í brakandi þeninum — það er heimska ... Ég kvaddi snögglega í
vor í Höfn. Það var allur andskotinn þar í spilinu. En mér leiddist
að Jmrfa að fara á undan ykkur strákunum . .. En ég ætla að gróa
allra minna sára áður en ég dey — ég ætla að deyja lieilbrigður .. .
Ég græddi mikið á vetrinum í vetur ... Guð hjálpi „gamla“ Sveini
til að lifa eða deyja.2)
Sæll, minn elskulegi hirðsiðameistari, og láttu ekki Boðn sálast.“
1) Ég lagðist m.ö.o. á spítala.
2) „Gamli“ Sveinn alias Sveinn Jónsson var aðalskáldið í ,,Boðn“ næst Davíð
— um hann er sérstakur kaptítuli í íslenzkur aðall eftir Þorberg Þórðarson.
Þegar Sveinn kom fyrst til Kaupmannahafnar vildi svo til, að þar var mjög
sunginn „slagari", þar sem fyrir kom orðtakið „gamle svend“, og var það
umsvifalaust flutt yfir á Svein.