Eimreiðin - 01.01.1967, Side 31
I'JR BRÉFUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR
11
til að fullkomna verk sitt .. . Ég ætla ekki að reyna að lýsa slíku
undri sem Péturskirkjan er. . .. Hún er eins og sérstakur heimur.
Mér fannst ég hvorki vera á himni né jörð, fyrst þegar ég var þar
inni, heldur aðeins í Péturskirkju . .. Ég verðskulda það ekki að
vera kallaður trúaður . .. en það er sannfæring mín að hinn sanni
kristindómur sé sú lind, sem öllum geti svalað. . . . A hverjum degi
sé ég eitthvað nýtt, kirkju, listaverk, — en Davíð Stefánsson er líkur
sjálfum sér. Þegar ég geng um Forum romanum eða Palatín, þá
verður mér ósjálfrátt að segja: „Hví skyldum við, vesalings menn,
vera að reyna að byggja, fyrst allt hrynur?“ .. . En ég er förumaður,
og þegar ég geng framhjá San Pietro þá segi ég: „Heill sé þeim sem
byggir hús sitt Drottni til dýrðar! Hann um það hvort hann lætur
það hi*ynja eða ekki.“ . . . „Mér líkar ágætlega við ítali . . . Börnin
eru einsog englar — og signorínurnar. . .. ó, þú vinur minn Björn!
En ég er íslendingur og vil heim. . ..
Ég bið Guð að annast þig.
Þinn einl.
Davíð Stefánsson.
Mýrakoti við Farum-vatn, 15. október 1921.
[Með bréfi þessu verður að geta þess, að Tryggvi
Sveinbjörnsson, seinna sendiráðsritari og leikrita-
skáld, keypti kofa „fullan" af raold og braki og fyrsta
daginn, allan, sem hann vann í honum, vann ég
3jjar með honum og hef aldrei á ævi minni kynnzt
öðrum eins hamagangi við vinnu. (Sbr. og kapí-
tulann „Tryggvi Svörfuður" í Islenzkur aðall eftir
Þórberg.) Ég fór að sjálfsögðu til læknis undir eins
að morgni næsta dags, en hann taldi mig ekki í
yfirvofandi lílshættu, sem og reynslan hefur stað-
fest.]
Ég er gestur Tryggva Svarfaðar í hans eigin skógarkoti, sem hann
hefur byggt með sínum eigin höndum og varið til þess sínum eigin
tíma. Kofinn er eitt af prýðilegustu og blátt áfram fegurstu hús-
um sem ég hef séð. (Lesendur athúgi, að höfundur þessara ummæla
er til kofans kominn beint úr kirkjum Péturs og Páls í Róm, svo að
ekki sé nefnd hertogahöllin í Feneyjum né Markúsarkirkjan þar
o. s. frv. o. s. frv.) Af leir er liann (þ. e. kofinn) kominn, eins og allt