Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 32
12 EIMREIÐIN annað gott. Og andinn, sem svífur undir þakinu, er með beztu öndum ... Eg hegg brenni, kyndi ofninn, ét og nýt lofts og sólar og regns. Litskraut skóganna er dýrlegt þessa daga . .. sólskin á hverj- um degi. Blíða og mánaskin á kvöldin; þá geng ég um skógana og veð laufskaflana upp í ökla. Sorglegt er það hvernig hefur verið far- ið með skógana okkar, Björn. . .. (Samt) mundu sum fjöllin blátt áfram glata fegurð sinni, væru þau klædd skógi. En víða eru flákar og brekkur sem óneitanlega þyrftu skógarskjóls, og til munu elsk- endur á ættlandi okkar, sem ekki hefðu á móti því að reika um þögula skóga fjarri glaumi og hávaða heimsins . .. En annað er efa- laust nauðsynlegra heima. Eg fer nú . .. að verða ókunnugur ástand- inu í landinu, en geri þó ráð fyrir að líkt sé og var. Heldur mun það illa þó ágerast, eftir því sem mér skilst, og illa er þá komið ef hið guðdómlegasta land verður heimkynni hins lélegasta lýðs. En fjarri sé mér að segja, að svo sé komið ... Er ekki grátlegt að hugsa um það, að mennirnir skuli ekki geta lifað eins og bræður og ... stutt hver annan? Sá tími kemur, þó naumast sjáist enn dagur í austri. Gorki segist hata rússneska bændur. Það hryggði mig að heyra ... Þá er ég illa svikinn, ef bændur og sveitalýður er ekki kjarninn úr hverri þjóð, þegar öllu er á botninn hvolft. Á Islandi er ég ekki í neinum vafa um að svo sé. Við eigum blátt áfram enga aðra menn- ingu en bændamenningu. Lífið í sjávarþorpunum heima er hvorki fugl né fiskur, hvorki innlent né útlent. Akureyri, 2. desember 1922. ^ [Nú er Davíð stunclakennari við gagnfræðaskól- ann (seinna menntaskólann) þar.] Ég veit það, að ég hef oft orðið til þess að hryggja vini mína með lífsháttum og kvæðum mínum, en e. t.v. hefur náttúran gefið mér meiri ástríður en sumuin öðrum . .. Ég er þó á engan hátt að afsaka mig, hvorki fyrir öfgar mínar í ljóði né lífi. Efalaust hefði ég getað tamið betur skapsmuni mína, hefði ég viljað kúga eðli mitt . .. ekki hef ég oft þurft að iðrast — þó að stundum hafi sam- vizkan kvalið mig og dæmt. Þá hafa sum beztu kvæði mín orðið til. Hvítt og svart — það eru mínir litir. Að lifa gagnstætt eðli sínu álít ég órétt ... Samvizka mín er dóm- ari sem ég lýt, .. . ég trúi því að náttúran hafi gefið hverjum manni frelsi til þess, að njóta þess og stækka af reynslunni. Brennivínssög-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.