Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 37

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 37
IJR BRÉFUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR 17 Þú berð konu þinni og börnum beztu kveðju mína, og þér og fjölskyldu þinni óska ég alls hins bezta. Vertu svo margblessaður, góði vinur minn; heill og hamingja fylgi störfum þínum! Guð blessi þig! Davíð. III Þetta er seinasta langa bréfið sem ég fékk frá Davíð. Fram að þessu voru öll bréf hans til mín löng, og er það miklu minni hlut- inn úr þeim, sem ég hef tilfært hér að framan. Það má nú heita nauðsynlegt að ég reyni, sem niðurstöðu af bréfaútdrættinum, að rifja það hér upp úr honum, sem öðru frem- ur er ltöggvandi eftir sem einkenni á Davíð. Ég held að þar sé ástæða til að benda fyrst og fremst á frelsishvötina og sannfæring- una um rétt til frelsis — rétt þess og skyldu að vera sjálfstæður og engum liáður, en hlýðinn eigin eðli og samvizku. í nánu sambandi við þetta er svo ástríðuþrunginn sannleiksvilji hans. Frelsið er raunar aðeins önnur hliðin á því, að skoðun Davíðs, að þjóna sann- leikanum gegnum þykkt og þunnt — vera sannur. Og sannleikur- inn er, þegar til róta er kannað, — Guð.~Náttúran er önnur hliðin á verki Guðs; hin hliðin er þá Andinn. Guði er þóknanlegt það, sem náttúrlegt er — og Náttúran er fögur; Náttúran anda gædd fegurst alls sem er af þessum heimi. Það að vera sannur er undirstöðu- skylda hvers manns — skálda þó jafnvel í ríkustum mæli. Davíð efast ekki um Guð (né Krist). Hins vegar tortryggir hann presta; svo og kenningakerfi Kirkjunnar. — í öðru lagi hefur Davíð mik- inn áhuga á heilbrigðu þjóðlífi, og mikla trú á sveitafífinu og bændastéttinni — enda allt í nánum tengslum við náttúruna. í þriðja lagi hefur Davíð næma og djúpa tilfinningu gagnvart ein- staklingum, einkum lítilmögnum. Og þeim, sem hann eitt sinn hefur unnað, fær hann aldrei gleymt, og er umhyggjusamur og ná- kvæmur um allan hag þeirra. í sambandi við ást Davíðs á náttúr- unni og sveitalífinu veldur þetta fágætri tryggð hans við eigin for- eldrahús og heimahaga. Loks sést af einu bréfanna, að Davíð muni a. m. k. einu sinni á því tímabili — ekki seinna en haustið 1922 — bafa komizt í djúpt samband gagnkvæmrar ástar við stúlku, en ekki viljað binda sig — vegna þess sem hann taldi sér bæði rétt og skylt með tilliti til skáldköllunar sinnar. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.