Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 38

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 38
18 EIMREIÐIN Allt þetta kemur, sem alkunna er, í mjög ríkum mæli fram í skáldskap Davíðs, og það með þeim hætti, að ekki er um að vill- ast að það er honum svo eiginlegt og óuppgert sannfæringar- og samvizku-mál, að ekki þarf í sjálfu sér neinnar staðfestingar við, auk þess sem viðhorf þessi eru Davíð jafn-rík í huga, að kalla, í öllum kvæðabókum hans — ekki sízt hinni síðustu —, þó að þau, að sjálfsögðu, þróist með vaxandi aldri og lífsreynslu. Hitt er samt jafnsjálfsagt, að það snertir menn notalega að finna eldlegan áhuga á hinu sama í persónulegum bréfum hans í kvæðunum — fá þessa staðfestingu á því, sem raunar skín út úr kvæðunum: að maðurinn sjálfur stendur heill á bak við það, sem hann yrkir. Og það mætti segja mér, að einstakt megi heita, að ljóðskáld yrki af brennandi áhuga eftir nærri hálfa öld, í aðalatriðum út frá sömu viðhorfun- um og það orti út frá í æsku, og þó á jafn-sannan hátt — alltaf í góðu samræmi við vaxandi aldur — án þess að stæla sjálft sig, ef svo mætti að orði kveða. Sama ástin og traustið á náttúrunni, sann- leikanum, sjálfstæðinu, einfaldleikanum, alþýðunni (þ. e. óspilltri af stjórnmálamönnum), sami áhuginn á ástinni hreinu, nema hvað nú virðist aðallega ein standa upp úr víðáttu minninganna. Ég komst núna svo að orði, að einstakt mætti heita, að ljóðskáld yrki af brennandi áhuga eftir nærri hálfa öld aðallega út frá sömu viðhorfunum og það orti þannig út frá í æsku. Sumum hefur fund- izt Davíð gera þetta einmitt ekki — viðhorf hans væri þvert á móti orðið allt annað á seinni árum. Þeir, sem þannig líta á, hafa hins vegar ekki gætt þess, að til þess að geta ort út frá sömu viðhorfun- um á efra aldri, og það á jafn-sannan hátt og fyrr, hlaut skáldið að fylgjast með vaxandi aldri sínum og nota lífsreynslu sína — m. ö o. breytast í sjónariðumm1) og tjáningarhætti. Að öðrum kosti hefði hann ekki getað verið jafn-sannur í áhuga sínum um sömu grundvallarviðhorfin, og hann var ungur. Þá liefðu seinni verk hans orðið stœling á hinum fyrri. Hitt er aftur á móti áhugaefnum lians og lífsskoðun — sjálfum honum sem manni jafnt sem skáldi — til vitnisburðar (góðs vitnisburðar, á ég við), að hann var æskuhug- sjónum sínum trúr — heitt trúaður á þær til æviloka. Því til vitnis- burðar — óumdeilanlegs vitnisburðar, að mínu viti — er kvæðabók 1) Eða hvernig maður ætti að orða það — það er eiginlega ómögulegt að finna nákvæm, algild orð yfir það, sem ég hér nefni „viðhorf' annars vegar og „sjónarmið liins vegar, en myndi raska jafnvægi meðallangrar tímaritsgrein- ar, að bæta hér inn kafla til rannsóknar þessu úrlausnarefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.