Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 38
18
EIMREIÐIN
Allt þetta kemur, sem alkunna er, í mjög ríkum mæli fram í
skáldskap Davíðs, og það með þeim hætti, að ekki er um að vill-
ast að það er honum svo eiginlegt og óuppgert sannfæringar- og
samvizku-mál, að ekki þarf í sjálfu sér neinnar staðfestingar við,
auk þess sem viðhorf þessi eru Davíð jafn-rík í huga, að kalla, í
öllum kvæðabókum hans — ekki sízt hinni síðustu —, þó að þau,
að sjálfsögðu, þróist með vaxandi aldri og lífsreynslu. Hitt er samt
jafnsjálfsagt, að það snertir menn notalega að finna eldlegan áhuga
á hinu sama í persónulegum bréfum hans í kvæðunum — fá þessa
staðfestingu á því, sem raunar skín út úr kvæðunum: að maðurinn
sjálfur stendur heill á bak við það, sem hann yrkir. Og það mætti
segja mér, að einstakt megi heita, að ljóðskáld yrki af brennandi
áhuga eftir nærri hálfa öld, í aðalatriðum út frá sömu viðhorfun-
um og það orti út frá í æsku, og þó á jafn-sannan hátt — alltaf í
góðu samræmi við vaxandi aldur — án þess að stæla sjálft sig, ef
svo mætti að orði kveða. Sama ástin og traustið á náttúrunni, sann-
leikanum, sjálfstæðinu, einfaldleikanum, alþýðunni (þ. e. óspilltri
af stjórnmálamönnum), sami áhuginn á ástinni hreinu, nema hvað
nú virðist aðallega ein standa upp úr víðáttu minninganna.
Ég komst núna svo að orði, að einstakt mætti heita, að ljóðskáld
yrki af brennandi áhuga eftir nærri hálfa öld aðallega út frá sömu
viðhorfunum og það orti þannig út frá í æsku. Sumum hefur fund-
izt Davíð gera þetta einmitt ekki — viðhorf hans væri þvert á móti
orðið allt annað á seinni árum. Þeir, sem þannig líta á, hafa hins
vegar ekki gætt þess, að til þess að geta ort út frá sömu viðhorfun-
um á efra aldri, og það á jafn-sannan hátt og fyrr, hlaut skáldið
að fylgjast með vaxandi aldri sínum og nota lífsreynslu sína — m.
ö o. breytast í sjónariðumm1) og tjáningarhætti. Að öðrum kosti
hefði hann ekki getað verið jafn-sannur í áhuga sínum um sömu
grundvallarviðhorfin, og hann var ungur. Þá liefðu seinni verk
hans orðið stœling á hinum fyrri. Hitt er aftur á móti áhugaefnum
lians og lífsskoðun — sjálfum honum sem manni jafnt sem skáldi —
til vitnisburðar (góðs vitnisburðar, á ég við), að hann var æskuhug-
sjónum sínum trúr — heitt trúaður á þær til æviloka. Því til vitnis-
burðar — óumdeilanlegs vitnisburðar, að mínu viti — er kvæðabók
1) Eða hvernig maður ætti að orða það — það er eiginlega ómögulegt að finna
nákvæm, algild orð yfir það, sem ég hér nefni „viðhorf' annars vegar og
„sjónarmið liins vegar, en myndi raska jafnvægi meðallangrar tímaritsgrein-
ar, að bæta hér inn kafla til rannsóknar þessu úrlausnarefni.