Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 45
ÚR BRÉFUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR
25
verandi aldri eiga að venjast. Að sinni geri ég ekki frekari grein
fyrir neinu af þessu, — læt þess aðeins getið, að mér þykir óvíst að
aðrir hefðu þolað þessa áhrifavalda betur — að öllu samanlögðu.
Þá er veikindaárið 1948—49. Það væri varla ofsagt að kalla þau
veikindi dularfull. Skáldið var um 11 mánaða tíma úti í Danmörku
til lækninga — þar af víst ekki minna en ársfjórðung í algeru
myrkri og hér um bil algerri einveru. Hann var með danska hjúkr-
unarkonu með sér — unga, ntyndarlega og geðslega — er hann kom
heim, og sagði mér að sér hefði ekkert farið að batna fyrr en hún
tók við hjúkrun hans. Þau komu í júlí, en næsta vor (ef ekki litlu
fyrr) fór hjúkrunarkonan aftur til Danmerkur. Davíð var nærri
því að segja hrumur, er hann kont til baka frá Danmörku, en þó
ákveðið á batavegi. Og heilsa hans og kraftar jukust jafnt og þétt,
að heita mátti. Ég býst við að næsta ár, 1950, hafi Davíð aftur verið
farinn að yrkja — kvæði — og leikritið Landið gleymda, sem sumir
álíta bezta leikritið hans — og vel það — bókmenntalega og and-
lega skoðað.
V
Davíð var eftir allt saman orðinn ,,breyttur“ er hér var komið
sögu — búinn að endurheimta sjálfaii sig, myndi ég segja. Það
hafði komizt gauksungi í hreiðrið hans, sem þrengdi að — lengra
komst það aldrei — hirium réttbornu ungum; nú hafði lionum ver-
ið hrundið úr hreiðrinu. Maður, sem ekki hefði verið gæddur —
að upplagi og uppeldi og vitrunarkenndri köllun — jafnríkri og
viðkvæmri hollustu við sannleikann og lífið, náttúruna og and-
ann, sem Davíð (en slíkir eru að minni hyggju rnjög fáir), hefði
aldrei látið verða af því að rísa upp í allri sinni alvöru gegn gauks-
unganum, sem þá hefði smátt og smátt orðið einvaldur í hreiðrinu.
Hin „dularfullu" vekiindi eru raunar auðskýrð með vafalaust vax-
andi ,,stressi“ vegna návistar hins vaxandi „gauksunga". Það er
skoðun mín, að ýmislegt í kvæðum Davíðs — ekki sízt í Síðustu
Ijóð — sé því, sem ég hef nú verið að rekja, til vitnisburðar.
Sú er skoðun mín, að upp frá því að Davíð tók aftur að yrkja,
hafi hann fyrst og frernst litið á sig sem hermann Himnaríkis með
þjóð sinni — án þess að gefa frá sér neina af æskuhugsjónum sínum.
Þess þurfti ekki — þær féllu, yfirleitt tekið, allar innan þeirra vé-
banda sem mörkuð voru af hinum rnikla samnefnara Sannleika og