Eimreiðin - 01.01.1967, Page 46
26
EIMREWIN
Lí£s, Náttúru og Anda. Aðeins höfðu áherzlur færzt til við það,
að nú var þungamiðja þess alls komin skýrt í ljós.
Ég drap áðan lauslega á vitrunarkennda skáldköllun Davíðs —
er ég nefndi svo. Sú er hyggja mín, að Davíð hafi nálægt tvítugu
orðið fyrir hugaratviki er helzt verði að nefna slíku nafni. Bein-
skeyttur eldmóður hans og stefnufesta, er hvort tveggja entist hon-
um alla ævi — svo sem að framan hefur verið lauslega rökstutt —
verða varla skýrð jafntryggilega með öðru. Davíð leit, allt frá upp-
hafi eða a. m. k. þegar snemma á skáldferli sínum, á sig sem „sjá-
anda" — nokkurs konar spámann. í öllum kvæðabókum sínum —
hefði ég haldið — kemst hann ítrekað beinlínis þannig að orði, að
sér „vitrist", hann „sjái“, jafnframt því sem efni þeirra kvæða er
hreint spámannlegt — ótvírætt í ætt við spádómsbækur Gamla-
testamentisins (og þó upplýst af hinu nýja).
Sú er hyggja mín að hin mjög umrædda einrœna, Davíðs á seinni
árunr standi í nánu sambandi við „spámanns“-þáttinn í skáldköl 1-
un hans — við skulum annars hafa þetta ofurlítið víðtækara og
nefna það einu nafni innblásturs- eða hugljómunarþáttinn. Því að
innblástur Davíðs var ekki allur á spámannlega sviðinu: Hann átti,
að minni lryggju, jöfnum höndum hreint lýrískt svið. Og í þriðja
lagi: svið ástarinnar hreinu, einu, — æskuástar, hálfrar aldar ganr-
allar (eða nærri því jrað) að dæma eftir ítrekuðum ummælum í
Síðustu Ijóð, — ástarinnar, sem úr fjarlægð áratuganna séð, stóð
ein upp úr víðáttu minninganna. Davíð tarrrdi sér beinlínis ein-
veru, að nrinni hyggju, til þess að greiða fyrir náðarstundum hug-
Ijómunar og innblásturs, er voru sá matur og drykkur sem hann
lrlaut af „anda til að yrkja og skrifa, afl til þess að lifa“.
Aldrei hefur neitt skáld, íslenzkt, helgað sig jafnóskipt skáld-
köllun sinni og Davíð gerði á fyrsta og síðasta jrriðjungi skáld-
ferils síns.
Skrifað á jrorranum 1967.
Björn O. Björnsson.