Eimreiðin - 01.01.1967, Side 49
♦
Smásaga
eftir
Ingólf Pálmason
ullegan hroll freistinganna
renna eins og kaldan straum um
hverja taug, en annað veifið
hratt hann þessum órum frá sér
með fyrirlitningu, og þá fann
hann til undarlegs kala til Þór-
arins Hofdal fyrir að hafa orðið
tilefni þessara vafasömu heila-
brota. En áður en varði stóð
hann sig að því að vera aftur
farinn að mæla út, hverjar væru
tagltækar .. .
Sennilegt er þó, að nýtízkuleg-
ar hugmyndir Þórarins Hofdals
hefðu aldrei komið alvarlegu
slingri á lífshlaup Hreiðars
Hreiðarssonar, hefði ekki nýtt
atvik orðið til að kynda undir
þeim. Hálfum mánuði síðar hitt-
ust vinirnir aftur í Borgarleik-
húsinu, og þar sá Hreiðar
Hreiðarsson Mörtu Hofdal í
fyrsta sinn. Gömlu skólabræð-
urnir heilsuðust kumpánlega og
kynntu konur sínar. Marta Hof-
dal var fremur smávaxin, fínleg-
ur kvenmaður með eggjandi bros
og glettin augu, mjúk og sveigj-
anleg í svarta kvöldkjólnum, sem
fór forkunnarvel við brúnt litar-
apt og kolsvart hár. Lóló sómdi
sér líka vel í bláum kjól með
silfurskrauti, alger andstæða
hinnar, ljós á hár og björt yfir-
litum með frúarlegan virðuleik
í fasi.
Hreiðar sá útundan sér að
Þórarni geðjaðist vel að Lóló og
sjálfur baðaði hann sig í glettnu
augnaráði Mörtu, og áður en
þau skildu í hléinu var hann bú-
inn að tala utan að því, að þan
hjónin ættu að h'ta inn eitthvert
kvöldið, og var auðvitað vel tek-
ið undir það. Lóló var þó ekkert
áhugasöm á heimleiðinni, þegar
hann minntist á, að þau ættu að
gera alvöru úr heimboðinu.
— Þórarinn er ósköp almin-
legur náungi, sagði hún, en æ,
mér finnst þessi kona hans hálf-
gægsnisleg.
Hreiðar Hreiðarsson maldaði
varfærnislega í móinn og lét tal-
ið falla að sinni, en eftir nokkra
daga braut hann upp á því að
nýju.
— Ég hitti Þórarinn í dag — ég
held hann sé talsvert áfram um
að líta inn. Ég held þú hljótir að
hafa gefið honum hýrt auga,
bætti hann við í stríðnistón.
Það hnussaði í frúnni, en samt
fann Hreiðar bóndi að málið var
auðsóttara en hann hafði búizt