Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 49

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 49
♦ Smásaga eftir Ingólf Pálmason ullegan hroll freistinganna renna eins og kaldan straum um hverja taug, en annað veifið hratt hann þessum órum frá sér með fyrirlitningu, og þá fann hann til undarlegs kala til Þór- arins Hofdal fyrir að hafa orðið tilefni þessara vafasömu heila- brota. En áður en varði stóð hann sig að því að vera aftur farinn að mæla út, hverjar væru tagltækar .. . Sennilegt er þó, að nýtízkuleg- ar hugmyndir Þórarins Hofdals hefðu aldrei komið alvarlegu slingri á lífshlaup Hreiðars Hreiðarssonar, hefði ekki nýtt atvik orðið til að kynda undir þeim. Hálfum mánuði síðar hitt- ust vinirnir aftur í Borgarleik- húsinu, og þar sá Hreiðar Hreiðarsson Mörtu Hofdal í fyrsta sinn. Gömlu skólabræð- urnir heilsuðust kumpánlega og kynntu konur sínar. Marta Hof- dal var fremur smávaxin, fínleg- ur kvenmaður með eggjandi bros og glettin augu, mjúk og sveigj- anleg í svarta kvöldkjólnum, sem fór forkunnarvel við brúnt litar- apt og kolsvart hár. Lóló sómdi sér líka vel í bláum kjól með silfurskrauti, alger andstæða hinnar, ljós á hár og björt yfir- litum með frúarlegan virðuleik í fasi. Hreiðar sá útundan sér að Þórarni geðjaðist vel að Lóló og sjálfur baðaði hann sig í glettnu augnaráði Mörtu, og áður en þau skildu í hléinu var hann bú- inn að tala utan að því, að þan hjónin ættu að h'ta inn eitthvert kvöldið, og var auðvitað vel tek- ið undir það. Lóló var þó ekkert áhugasöm á heimleiðinni, þegar hann minntist á, að þau ættu að gera alvöru úr heimboðinu. — Þórarinn er ósköp almin- legur náungi, sagði hún, en æ, mér finnst þessi kona hans hálf- gægsnisleg. Hreiðar Hreiðarsson maldaði varfærnislega í móinn og lét tal- ið falla að sinni, en eftir nokkra daga braut hann upp á því að nýju. — Ég hitti Þórarinn í dag — ég held hann sé talsvert áfram um að líta inn. Ég held þú hljótir að hafa gefið honum hýrt auga, bætti hann við í stríðnistón. Það hnussaði í frúnni, en samt fann Hreiðar bóndi að málið var auðsóttara en hann hafði búizt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.