Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 57

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 57
,MEST ER MISSKUNN GUtíS" 37 fyrir lá. Margoft síðar stóð ég hann að því að geta umsvifalítið, jafn- vel fyrirvaralaust, gripið þráðinn, þar sem flestir sáu ekki annað en flókabendil, og rekja allt fram úr greip sinni með leikandi tökum. Það var auðvitað ekki alltaf svo. Hann átti það til að lyfta léttum vængjum yfir torfærur, hann var stemningsmaður. Og stundum varð það honum tjón en ekki ábati, hvað hann átti dæmalaust auðvelt með flesta hluti. En hann átti innsæisgáfu, sem ég tel nálega ein- stæða, þegar mest kvað að. Hún var genial. Á trúarlegu sviði og í guð- fræði brá oft fyrir slíkum leiftrum, ekki sízt í einkaviðtölum, þegar loginn var glaðastur í huga hans. Ég ætla að menn hafi og kynnzt hinu sama hjá honum á öðrum sviðum, einkum þegar rætt var um skáldskap. Trúarhneigð og trúarþörf voru annars meðal sterkustu þáttanna í upplagi hans og trúarafstaðan var í rót sinni heilsteypt og ósvikin, það vil ég lúklaust fullyrða, þótt gerðin væri í heild allt annað en óbrotin eða auðræð eða brestalaus. En bresti sína þekkti hann betur en allir aðrir og viðurkenndi þá, ekki fyrir hverjum sem var né hvernig sem á stóð, en í grunni sálarlífsins var djúpstæð og tær auðmýkt syndugs manns fyrir heilögum Guði og hans heil- ögu miskunn í Kristi. Þetta var lífsneistinn, sem gæddi umræðu hans um trúarleg efni, bæði í kennarastóli og prédikunarstóli, áhrifa- mætti, sem málssnilldin ein saman ogaðrir töfrar iiins gáfaða manns, hrukku ekki til. Hann hvarf frá Guðfræðideild og geri ég þá sögu ekki að umtalsefni. Hann lifði þá þann kafla ævi sinnar, sem honum var þyngstur og bar fleira til. En hann vatt sig upp undan þunganum. Hann varð prestur að nýju og hann fór aftur að yrkja. Hann er tekinn að reskjast þegar hér er komið og hafði ekki sinnt ljóðagerð að héti í tvo áratugi, en nú ruddi hann sér til sætis á þeim bekk, sem hann var borinn til og skilaði verki, sem tryggir honum sess með hinum fremstu ljóðskáldum sinnar samtíðar. Ljóðagerðin verður honum kaþarsis, sú skírsla andans, sem Grikkirnir gömlu könnuðust við, og prestsstarfið veitir honum ríka svölun og full- nægju. Hann rækir það af fyllstu alúð, tekur rnikinn þátt í öllu al- mennu lífi byggðarlagsins, ásamt síðari konu sinni, frú Hönnu Karlsdóttur, sem var honum mikill félagi í starfinu austur þar. Hann beitir sér fyrir endurbyggingu allra kirknanna í sóknum sín- um þremur og fær að sjá tvær þeirra myndarlega upp byggðar og þá þriðju langt komna. Hann sótti vel kirkjulega fundi og lét þar til sín taka og alltaf til gagns og góðs. Hann var kvaddur til starfa í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.