Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 62

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 62
í HAUSTMÁNUÐI eftir Selmu Lagerlöf. Það líður að veturnóttum, og markaður er haldinn í kauptúninu Sunne. Hinn íyrsta föstudag í októ- ber hefst haustmarkaðurinn, nú sem jafnan fyrr, og veðrið er svo dátt, sem fremst verður á kosið, líkt og oítast er þenna dag. Ekki er einungis fagurt veður, öll náttúran skartar sem til stórhá- tíðar. Birkitrén standa ljósgul og ljóma í tæru sólskininu, eins og þau væru hjúpuð í gullskrúð. A nýslegnum hafraökrunum standa bindini í löngum röðum. Svo er sem ljósálfaherlið hali tekið sér bólfestu í dalnum og hver ált'ur sé búinn gullskikkju. Gullgljái er á allri náttúrunni, ég greini rautt gull, fölt gull, skírt gull, hvert sem ég lít. Sólin, sem reikar um himin- bogann, virtist í sumar vera hálf- bráðnuð, því nær leyst upp, nú hefur hún breytzt í harða, fasta kringlu, gljáandi eins og innri skífu á vasaúri. Vatnið í tjörninni er ekki lengur gruggugt, allt hið græna og rauða slím og slý er horl'- ið. Yfirborðið er skírt eins og við- hafnarstofuspegill, og í hylnum speglast hlynur og reynir í svo kostulegri litamergð, að engu er líkara en konungsfjárhirzlu. Það á mjög vel við, að náttúr- an gleður augu okkar með öliu þessu gulli einmitt á markaðstím- um. Um þessar mundir hugsar fólk sem sé ekki um neitt annað en gull. Þá er venja, að öll hjú fái kaup sitt greitt, og þeir, sem skulda, vita, að skuldadagar eru komnir. Farið er með kvígur og fola á markað- inn tii þess að skipta þeinr fyrir gull. Nú eru allir menn um stund ýmist kaupendur eða seljendur. „Betur, að ég ætti jafnmarga gull- jreninga og þú hefur gulllauf,“ seg- ir bóndinn, er hann horfir upp í gerðið, vaxið birkilundum, ofan við kot sitt. Þá er ég sit við gluggann í vinnu- stofu niinni hér á Márbacka og virði fyrir mér gul birkitrén, er brydda þjóðveginn, tek ég eftir tré, sem stendur rautt og blóðlitað mitt í öllum gulllitunum. Þetta er ösp, lnin sker ljómandi vel úr, hentar einmitt markaðshugblæn- um, því að markaðurinn fer ekki aðeins fram undir merki gullsins, heldur einnig undir merki brenni- vínsins. Og grimmd er í brennivín- inu. Fyrir þá gleði, sem það lætur í té, heimtar það sinn skatt blóðs og auðnuleysis. Ég er orðin görnul og er því hætt að fara á markaðinn í Sunne,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.