Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 64

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 64
44 ElMREIfílN ul fyrir það, að nú er markaðsdag- ur að nýju. Mér varð þess ekki auðið að líta þenna afa minn í lifanda líli. Eg veit ógjörla, hvernig liann var í hátt, ekki heldur, hvernig hugsunarháttur hans var eða hneigðir. En svo er sem hann færist mér ofurlítið nær, er ég veit, að um 1840 var hann hér á gangi uppi á þjóðveginum með hinni fríðu dóttur sinni, Nönnu, til þess að skrafa við markaðsfólk. Og satt að segja felst sérkennileg skýring í ])ví að vita, að hann hefur gengið þenna sama veg og haft gaman af að virða fyrir sér straum manna og dýra, sem franr lijá fór. Hann hefur hlegið að kjánalegu stökki geitanna og þráa bolakálfanna, sem settu hausinn undir sig og vildu ekki hrevfa sig úr sporunum. Og begar blásnauður hjáleigubóndi hélt heim af markaðinum og var ákaflega glaðtir vfir því að hafa lireppt kú fyrir því nær ekkert verð, þá hefur afi minn vissulega sam- fagnað honum. Markaður í Sunne hefst alltaf á föstudegi, en honunr lýkur sjaldn- ast fyrr en að áliðnum laugardegi. Og auðvitað er þetta ekki fyrsti markaðsdagurinn, sem afi minn sælist til að ganga þarna uppi á veginum. Á föstudag hefur hann sjálfsagt verið með í kraðakinu í Sunne og keypt einhvern vetrar- forða til heimilisins. Já, þetta var að kvöldi annars markaðsdagsins, haustkauptíð lokið, og flest fólk var á leið heim. Afi minn gekk þarna undir limi birkitrjánna fögru, sem hann hafði sjálfur gróðursett, og hin fríða dóttir hans gekk við hlið lians. Hún var þá enn ekki tvítug að aldri. Hún var ekki aðeins fegurst, heldur einnig gáfuðust af dætrum lians fimm. Ekki fer á milli mála, að hann unni henni. Og meðan hann reikaði þarna um og skrafaði við vegfarendur, hvort sem þeir voru honum kunnugir eða ekki, og spurði þá tíðinda af markaðin- um, þá hefur honum sjálfsagt und- ir niðri verið hálfórótt hennar vegna. Tvær af eldri dætrunum voru giftar, en þær voru ekki hamingju- samar í hjónabandinu. Hvernig átti hann að varðveita þenna dýr- asta fjársjóð sinn, svo að óverðug- ur maður hreppti hann ekki? Fólksstraumurinn var ekki jafn, en fólk kom í strjálum hópum eftir veginum. Stundum sást engin sál á ferli, en brátt reis ný alda. Auðvelt er að fara nærri um það, að á kaldsömu októberkvöldi gátu afi minn og dóttir hans ekki hald- ið kyrru fyrir við Márbackatrjá- göngin, heldur reikuðu ])au norð- ur á bóginn í átt til prestssetursins. Ég held ég geti getið mér þess til, hvað feðginin voru að hugsa, er þau nálguðust prestssetrið. Þau hafa sjálfsagt verið að velta því fyrir sér, hvort ungi aðstoðarprest- urinn hefði skilað sér heim. Svo var mál með vexti, að á prestssetri Eystri-Emtervíkursóknar sat gamall prestur, sem var of las- burða til að þjóna kallinu einn, en varð að hafa ungan aðstoðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.