Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 64
44
ElMREIfílN
ul fyrir það, að nú er markaðsdag-
ur að nýju. Mér varð þess ekki
auðið að líta þenna afa minn í
lifanda líli. Eg veit ógjörla, hvernig
liann var í hátt, ekki heldur,
hvernig hugsunarháttur hans var
eða hneigðir. En svo er sem hann
færist mér ofurlítið nær, er ég veit,
að um 1840 var hann hér á gangi
uppi á þjóðveginum með hinni
fríðu dóttur sinni, Nönnu, til þess
að skrafa við markaðsfólk. Og satt
að segja felst sérkennileg skýring í
])ví að vita, að hann hefur gengið
þenna sama veg og haft gaman af
að virða fyrir sér straum manna
og dýra, sem franr lijá fór. Hann
hefur hlegið að kjánalegu stökki
geitanna og þráa bolakálfanna, sem
settu hausinn undir sig og vildu
ekki hrevfa sig úr sporunum. Og
begar blásnauður hjáleigubóndi
hélt heim af markaðinum og var
ákaflega glaðtir vfir því að hafa
lireppt kú fyrir því nær ekkert verð,
þá hefur afi minn vissulega sam-
fagnað honum.
Markaður í Sunne hefst alltaf á
föstudegi, en honunr lýkur sjaldn-
ast fyrr en að áliðnum laugardegi.
Og auðvitað er þetta ekki fyrsti
markaðsdagurinn, sem afi minn
sælist til að ganga þarna uppi á
veginum. Á föstudag hefur hann
sjálfsagt verið með í kraðakinu í
Sunne og keypt einhvern vetrar-
forða til heimilisins. Já, þetta var
að kvöldi annars markaðsdagsins,
haustkauptíð lokið, og flest fólk var
á leið heim.
Afi minn gekk þarna undir limi
birkitrjánna fögru, sem hann hafði
sjálfur gróðursett, og hin fríða
dóttir hans gekk við hlið lians.
Hún var þá enn ekki tvítug að
aldri.
Hún var ekki aðeins fegurst,
heldur einnig gáfuðust af dætrum
lians fimm. Ekki fer á milli mála,
að hann unni henni. Og meðan
hann reikaði þarna um og skrafaði
við vegfarendur, hvort sem þeir
voru honum kunnugir eða ekki,
og spurði þá tíðinda af markaðin-
um, þá hefur honum sjálfsagt und-
ir niðri verið hálfórótt hennar
vegna.
Tvær af eldri dætrunum voru
giftar, en þær voru ekki hamingju-
samar í hjónabandinu. Hvernig
átti hann að varðveita þenna dýr-
asta fjársjóð sinn, svo að óverðug-
ur maður hreppti hann ekki?
Fólksstraumurinn var ekki jafn,
en fólk kom í strjálum hópum
eftir veginum. Stundum sást engin
sál á ferli, en brátt reis ný alda.
Auðvelt er að fara nærri um það,
að á kaldsömu októberkvöldi gátu
afi minn og dóttir hans ekki hald-
ið kyrru fyrir við Márbackatrjá-
göngin, heldur reikuðu ])au norð-
ur á bóginn í átt til prestssetursins.
Ég held ég geti getið mér þess
til, hvað feðginin voru að hugsa,
er þau nálguðust prestssetrið. Þau
hafa sjálfsagt verið að velta því
fyrir sér, hvort ungi aðstoðarprest-
urinn hefði skilað sér heim.
Svo var mál með vexti, að á
prestssetri Eystri-Emtervíkursóknar
sat gamall prestur, sem var of las-
burða til að þjóna kallinu einn,
en varð að hafa ungan aðstoðar-