Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 66
EIMREIÐIN
46
aðeins andartak, því næst leit hún
í aðra átt. Ei til vill hefði hún tek-
ið til fótanna, ef afi rainn hefði
ekki gripið um úlniið hennar og
haldið lienn kyrri. „Líttu á mann-
inn þann arna, Nanna,“ sagði hann
og benti á rauðdröfnótt, þrútið,
óhreint og dýrslegt andlit, lýtt af
áverkura og bólgublettum. ,,I,íttu
á hann, Nanna. Það er þér hollt.“
Ég hygg, að hún liafi ekki getað
gegnt honum. Hún helur sjálfsagt
verið hálfniðurlút. Afi minn
brýndi röddina og bætti aðeins fá-
um orðum við:
„Mikla ógæfu mundi sú kona
rata í, sem giftist slíkum manni.“
Því næst sleppti hann úlnlið henn-
ar og gaf vinnumanninum merki
um, að hann skyldi halda áfram
förinni.
Á allri leiðinni heim gekk dótt-
irin nokkur skref á undan föður
sínum, en hvorugt þeirra sagði
aukatekið orð. Sjálfsagt hefur
gamli herdeildarritarinn velt því
fvrir sér, er hann gekk í hámót á
eftir dótturinni, hve mjög þau hafi
fellt hugi saman, Nanna hin unga
og aðstoðarpresturinn ungi, —
hvort um seinan liafi verið að
reyna að koma fyrir hana vitinu.
Miklar mannaferðir voru á Már-
backa daginn þann, og seint um
kvöldið bar tengdason herdeildar-
ritarans, Kjellin kaupmann frá
Ámál, að garði. Hann var slyngur
kaupsýslumaður og hafði stundað
kaupsýslu sina af kappi í Sunne
i þrotlausum umsvifum tveggja
markaðsdaga, og liann fór því
snögga lerð að Márbacka til þess
að heimsækja tengdaforeldrana og
hvílast þar um helgina.
Við Kjellin var samið í skyndi
og af kátínu um það, að Nanna
skyldi á mánudag aka með honum
til Ámál lionum til afþreyingar á
leiðinni, en síðan skyldi lnin dvelj-
ast hjá frænku sinni í Ámál vetrar-
langt og hleypa heimdraganum.
Og hjá skyldfólkinu í Ámál
farnaðist Nönnu vel. Framan af
vetri tregaði hún að vísu aðstoðar-
prestinn unga, sem gerði sér títt við
hana á Márbacka. En það rættist
af henni, því að einmitt þenna vet-
ur í Ámál hitti hún fyrir ungan
mann, sem átti eftir að dá hana
og elska og gera hana hamingju-
sama á langri ævi. Þetta var guð-
fræðinemi, Erik Tullius Hammar-
gren að nafni, og hún var heit-
bundin honum, er hún kom heim
um vorið. Þau urðu síðar kunn
prestshjón í Karlskoga.
En ungi aðstoðarpresturinn, sem
fyrr getur, fór í hundana. Angur
og brennivín fóru með hann, og
hann endaði ævina í geðveikrahæli
í Vadstena.
Því að ])að er svo um markaðinn
mikla í Sunne, að hann fer ekki
einungis frain undir merki gulls-
ins, heldur einnig undir merki
brennivínsins. Og brennivínið er
görótt; fyrir þá gleði, sem það lét
í té, heimtaði það grimmilegan
skatt blóðs og auðnuleysis, — eins
og það gerir enn í dag.
1928.
Einar Guðmundsson
þýddi úr sœnsku.