Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 67
„í HÚSI FÖÐUR MÍNS
ERU MARGAR VISTARVERUR“
eftir
Má Glúmsson
Synd?
Hvað er synd? Mannasetning-
ar að meginhluta, hefir mér
sýnzt, karl minn.
Og Kristinn gamli, þessi átt-
ræði luiðarselur og hörkukjaftur
tók bakföll í rúminu sínu og
skellihló.
Hann bjó aleinn í einu þess-
ara herbergja, sem engir taka á
leigu nema umkomuleysingjar
og nægjusöm gamalmenni: nak-
in skonsa í gömlum timbur-
hjalli, hituð upp með kolaofns-
grýtu.
En karlinn var snyrtimenni og
það var alltaf þrifalegt hjá hon-
um, enda þótt kompan hans væri
allt í senn: eldhús, borðstofa,
setustofa og svefnherbergi.
Ég hafði fyrst kynnzt karlin-
um af hreinni tilviljun, síðan lit-
ið inn til hans út úr leiðingum.
Loks orðið tíðförult til hans af
einskærri forvitni. Ég hafði
aldiei hitt líkan mann fyrr, skoð-
anir hans á lífinu voru forkostu-
legar.
Ég hafði grafizt fyrir um það
hjá öðrum, að Kristinn karl
hafði verið mörgu sleginn fyrr
á árum: búið rausnarbúi um
skeið, gerzt útvegsmaður um
hríð, þótt ætíð frekur til fjár-
ins og næsta ófyrirleitinn á
stundum, átt konu og margt
barna og ekki virt almennar siða-
reglur nema að geðþótta.
Nú bjó karl aleinn og snauð-
ur, konan dáin, börnin tvístruð
um allt land og létu hann sig
engu varða. En höfuðstól kjarks
og glaðværðar virtist karli óeydd-
ur með öllu. Hann hló mikinn
að öllu, sem honum þótti spaugi-
legt og það var margt.
Og nú hafði ég gloprazt til að
spyrja hann um álit hans á synd-
inni. Ég var á þessum hvolpa-
vitsárum, þegar mann dauðlang-
ar að breyta öðruvísi en manni
hefir verið kennt, að rétt sé, en
þorir það ekki af ótta við ógur-
legar afleiðingar, sem manni
hefir verið talin trú um, að þá
biðu manns, kannske jafnvel ei-