Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 72
52
EIMREIÐIN
að líf, himnaríki og neðri stað?
Ég ætlaði að fá karlinn til að
ltlæja og spaugast.
En Kristni gamla stökk ekki
bros. Hann hallaði sér þreytu-
iega upp að þilinu ofan við rúm-
ið og svaraði með luktum aug-
um:
Æi, ég veit það ekki. Anna,
Lauga eða hvað þær heita. Ætli
þær skipti okkur nokkru nráli,
þegar í þau lönd kemur? Himna-
ríki? Helvíti? Guð? Sá vondi?
Hvað veit maður? Ég hef alltaf
hugsað mér hið endanlega upp-
gjör mannlegs lífs í líki stórra
vogarskála, þar sem á aðra er
lagt sú hamingja, sem við höfum
getað veitt öðrum, og hins vegar
sá sársauki og sú sorg, er við höf-
um valdið. Eru þetta ekki
brennideplarnir í lífinu: sárs-
aukinn og sælan, sorgin og gleð-
in? Annað þar á milli er að
mestu leyti aðeins leiðinlegur
hversdagsleiki, og það eru til-
gangslitlar persónur, sem livor-
ugu valda. En helvíti, drengur
minn, þú færð mig aldrei til að
játast svo villimannlegri trú, mis-
jafnlega fagurt himnaríki er það
lengsta, sem Kristinn karl vill
teygja sig. Stendur ekki líka ein-
hvers staðar í ritningunni: í
húsi föður míns eru margar vist-
arverur? Ég hefi grun um, að
þær séu glettilega margar, jafn-
vel eins margar og mannssálin er
margbreytileg.
En allt í einu spratt Kristinn
gamli fram úr rúmi sínu, svo að
mér varð dauðillt við, og hróp-
aði skellihlæjandi: Hvað er
Hvað er þetta, strákur? Svei mér
þá alla daga, að þú sért ekki far-
inn að taka Kristin gamla hátíð-
lega? Hana, klukkan að verða
sjö, og ég ekki farinn að elda
hafragrautinn minn. Blessaður
hafðu þig heim til mömmu.
En um leið og karlinn ýtti
mér út úr gættinni hjá sér, drap
hann kankvíslega tittlinga með
öðru auganu og sagði:
Synd? Hvað er synd? Tómar
mannasetningar, drengur minn
— flestar.
Þetta kvöld skildi ég fyrst til
fullnustu, hvers vegna Jesúm
Kristi hafði verið tollheimtu-
maðurinn svo miklu þóknan-
legri en faríseinn.