Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 74

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 74
54 FJMREItílS Gimli, og þaðan vorið eftir að Víðivöllum. Áttu þau þar heima til æviloka. Eins og aðrir íslenzkir frumbýlingar á þeim slóðum, áttu þau við fátækt og margvíslega örðugleika að glíma. Á æskuárunum í Nýja íslandi kynntist Guttormur þess vegna af eigin reynd striti og stríði íslenzku landnemanna, er hann síðar lýsti á ógleymanlegan liátt í kvæðum sínum. Fór það að vonum, að æskuumhverfið og hörð bar- áttan, sem foreldrar lians og aðrir íslenzkir landnemar háðu þar, mótuðu hann og horf hans við lífinu. Hann varð einnig fyrir varan- legum íslenzkum menningaráhrifum á æskuheimili sínu. Foreldrar hans voru bæði prýðilega gefin, bókhneigð og fleira til lista lagt. Móðir hans var söngelsk og skáldmælt, faðir hans einnig söngelskur og listhneigður, og gæddur snjallri frásagnargáfu. Guttormur sór sig því ótvírætt í ætt bæði um skáldgáfuna og hljómlistarhneigðina, sem honum var einnig ríkulega í blóð borin, og lýsti rés í ævilöngum áhuga hans á hljómlist og hljóðfæraslætti, en fyrr á árum stofnaði hann lúðrasveitir bæði í Grunnavatnsbyggð og Fljótsbyggð (í Nýja íslandi), og stjórnaði þeim við góðan orðstír. Annars lýsir Guttormur foreldrum sínum ágætlega í endurminn- ingum um þau og æskuár sín í Nýja íslandi í bókinni Foreldrar minir, sem dr. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, bjó til prentunar (Reykjavík, 1956). En ungur varð Guttormur að sjá á bak þeim báðum, móður sinni, er hann var sjö ára, og föður sínum níu árum síðar. Varð hann þá að fara að hafa ofan af fyrir sér sjálfur, og vann næstu árin að hinum sundurleitustu störfum á ýmsum stöð- um. Verður sú saga eigi rakin hér, enda er hana að finna annars staðar á prenti, meðal annars í megindráttum í bæklingi mínum Guttormur J. Guttormsson, skáld (Winnipeg, 1949). Sjá einnig Skirni 1946. Það citt skal sérstaklega tekið hér fram, að árið 1911 festi Gutt- ormur kaup á föðurleifð sinni að Víðivöllum, bjó þar til æviloka og undi þar vel hag sínum. Hann var kvæntur Jensínu Daníelsdóttur Sigurðssonar frá Hólmlátri á Skógarströnd, mikilli myndar- og ágæt- iskonu. Þau eignuðust sex mannvænleg börn, og lifa fjögur þeirra, og stór hópur barna og barnabarna. Eina dótturina misstu þau fyrir löngu síðan, en fyrir nokkrum árum varð Guttormur fyrir þeirri þungu sorg að missa bæði konu sína og elztu dóttur þeirra, frú Arnheiði Eyjólfsson, eftir langt veikindastríð. Það var því ekki að ástæðulausu, að hann komst svo að orði í kvæði sínu „Á heim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.