Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 74
54
FJMREItílS
Gimli, og þaðan vorið eftir að Víðivöllum. Áttu þau þar heima til
æviloka.
Eins og aðrir íslenzkir frumbýlingar á þeim slóðum, áttu þau við
fátækt og margvíslega örðugleika að glíma. Á æskuárunum í Nýja
íslandi kynntist Guttormur þess vegna af eigin reynd striti og stríði
íslenzku landnemanna, er hann síðar lýsti á ógleymanlegan liátt í
kvæðum sínum. Fór það að vonum, að æskuumhverfið og hörð bar-
áttan, sem foreldrar lians og aðrir íslenzkir landnemar háðu þar,
mótuðu hann og horf hans við lífinu. Hann varð einnig fyrir varan-
legum íslenzkum menningaráhrifum á æskuheimili sínu. Foreldrar
hans voru bæði prýðilega gefin, bókhneigð og fleira til lista lagt.
Móðir hans var söngelsk og skáldmælt, faðir hans einnig söngelskur
og listhneigður, og gæddur snjallri frásagnargáfu. Guttormur sór
sig því ótvírætt í ætt bæði um skáldgáfuna og hljómlistarhneigðina,
sem honum var einnig ríkulega í blóð borin, og lýsti rés í ævilöngum
áhuga hans á hljómlist og hljóðfæraslætti, en fyrr á árum stofnaði
hann lúðrasveitir bæði í Grunnavatnsbyggð og Fljótsbyggð (í Nýja
íslandi), og stjórnaði þeim við góðan orðstír.
Annars lýsir Guttormur foreldrum sínum ágætlega í endurminn-
ingum um þau og æskuár sín í Nýja íslandi í bókinni Foreldrar
minir, sem dr. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, bjó til
prentunar (Reykjavík, 1956). En ungur varð Guttormur að sjá á
bak þeim báðum, móður sinni, er hann var sjö ára, og föður sínum
níu árum síðar. Varð hann þá að fara að hafa ofan af fyrir sér sjálfur,
og vann næstu árin að hinum sundurleitustu störfum á ýmsum stöð-
um. Verður sú saga eigi rakin hér, enda er hana að finna annars
staðar á prenti, meðal annars í megindráttum í bæklingi mínum
Guttormur J. Guttormsson, skáld (Winnipeg, 1949). Sjá einnig
Skirni 1946.
Það citt skal sérstaklega tekið hér fram, að árið 1911 festi Gutt-
ormur kaup á föðurleifð sinni að Víðivöllum, bjó þar til æviloka og
undi þar vel hag sínum. Hann var kvæntur Jensínu Daníelsdóttur
Sigurðssonar frá Hólmlátri á Skógarströnd, mikilli myndar- og ágæt-
iskonu. Þau eignuðust sex mannvænleg börn, og lifa fjögur þeirra,
og stór hópur barna og barnabarna. Eina dótturina misstu þau fyrir
löngu síðan, en fyrir nokkrum árum varð Guttormur fyrir þeirri
þungu sorg að missa bæði konu sína og elztu dóttur þeirra, frú
Arnheiði Eyjólfsson, eftir langt veikindastríð. Það var því ekki
að ástæðulausu, að hann komst svo að orði í kvæði sínu „Á heim-