Eimreiðin - 01.01.1967, Page 84
64
EIMREIÐIN
Ömurlegar og ægilegar í senn, en jafnframt raunsannar, eru þær
myndir frá orustuvöllum, sem brugðið er upp í ,,Herkvæði“. En
í sonnettunni „Alþýða allra landa“ í seinustu bók hans, kveður
skáldið alþýðufólkið víðs vegar um heim til djarfra og sameigin-
legra dáða undir friðarins fána.
í mörgum lausavísum Guttorms gætir kaldhæðninnar eigi síður
en í kvæðum hans. Margir kunna vísu hans „Gáfnamerki gott: að
þegja“, en ekki hæfir þessi staka, er hann kallar „Bindindi“, síður
markið:
Þú leyndir þinni skoðun á landsmálum og trú
og lézt ei getið sannfæringar þinnar.
í bindindi var enginn eins þolgóður og þú
með þagnartappa í flösku hreinskilninnar.
Gráglettninnar gætir þó enn meir í sumum lausavísum hans, en
liitt ber jafnframt að muna, að honum lá einnig græskulaust gaman
létt á tungu, bæði í lausavísum sínum og kvæðum, og missti þar eigi
marksins fremur en í beittum skeytum háðnepju sinnar. Alkunn
mun vísa hans „Trú á sigur hins góða“ („Komir Jrú í hús, þar sem
kaffi er ekki á borðum“) Af svipuðum toga spunnin er vísan „Hvað
ungur nemur sér gamall temur“:
Það, sem ungum lærist, í elli verður tamt,
orðshátt þann ég vel, því sannan tel hann. —
Þeir, sem voru á brjósti, að hrundum hyllast jafnt.
Hinir eru gefnir fyrir pelann.
Ofannefndar vísur, og aðrar slíkar, sýna jafnframt leikni Gutt-
orms í sniðugum orðaleikjum. Sem dænti hins sama má nefna fer-
skeytluna „Um ritdómara“ í seinustu bók skáldsins, en þar leynir
broddurinn sér ekki heldur:
Mér finnst skrítið mjög að sjá
mann svo lítinn hjakka
stórtréð hvíta — hann sem á
heima á Spýtubakka.
En eins og vinur hans K. N., og önnur snjöll kímniskáld, gat Gutt-
ormur líka skopast að sjálfum sér í lausavísum sínum, svo sem þess-
Skinnið helzt mig hefur prýtt
og hulið marga syndina.
Nú er það orðið alltof vítt
utan um beinagrindina.
an: