Eimreiðin - 01.01.1967, Page 87
GUTTORMUIÍ GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
67
verði landnámsöld
fram á efsta kvöld
í andansheimi
í himingeimi,
um ægi og lönd
að yztu strönd.
Nýja ísland sjálft lofsyngur hann bæði í hinu fagra kvæði „Á
fimmtíu ára afmæli Nýja íslands“, og þá eigi síður í miklu eldra
kvæði sínu „Nýja ísland“, þar sem sonarleg ást hans og aðdáun
linna sér framrás í hrífandi mælsku og myndagnótt, og fara hér
á eftir annað og seinasta erindið:
Skógarljóðin liljóma og óma um engi.
Undir leika vogar sem bogar við strengi.
Raddir náttúrunnar oss kunnar og kærar
kveða ekki víða eins þýðar og skærar.
S& - 'Jé
Hug minn tengir tryggðin þér, byggðin mín bjarta,
bezt hefirðu lýst mér og þrýst þér að hjarta.
Sá, sem víkur frá þér, en hjá þér er hálfur
heim til sín ei ratar og glatar sér sjálfur.
Og til þess að sannfærast um það, að enginn fölskvi féll á þann
ástareld skáldsins til átthaganna, eftir því, sem árin færðust yfir,
þurfa menn ekki annað en lesa kvæði hans „Á heimleið“, sem vitn-
að var til hér að lraman, sem ort var vorið 1965, vafalaust í Winni-
peg, en þar dvaldi skáldið á vetrum hin síðustu ár. Hefst kvæðið
með þessum hætti:
Héðan ég fer með þeirn fyrsta hrafni
sem flýgur norður með land fyrir stafni,
landið mitt góða með vötn og velli
og villilands skóga í hárri elli.
Svo koma ljóðlínurnar angurblíðu um enn nánari tengsl við átt-
hagana, sem teknar voru upp í lok fyrsta kafla þessarar ritgerðar.
En kvæði þetta er bæði stórt í sniði og djúpri hugsun hlaðið, sam-
hliða náttúrulýsingunni, svo að segja má, að það varpi eigi litlu
ljósi á lífsskoðun skáldsins.
Fæðingarlandið, Kanada, lofsyngur hann einnig í mjög fögru
kvæði, léttstígu og hljómmiklu, er lýkur með þessari ástarjátningu: