Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 87

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 87
GUTTORMUIÍ GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS 67 verði landnámsöld fram á efsta kvöld í andansheimi í himingeimi, um ægi og lönd að yztu strönd. Nýja ísland sjálft lofsyngur hann bæði í hinu fagra kvæði „Á fimmtíu ára afmæli Nýja íslands“, og þá eigi síður í miklu eldra kvæði sínu „Nýja ísland“, þar sem sonarleg ást hans og aðdáun linna sér framrás í hrífandi mælsku og myndagnótt, og fara hér á eftir annað og seinasta erindið: Skógarljóðin liljóma og óma um engi. Undir leika vogar sem bogar við strengi. Raddir náttúrunnar oss kunnar og kærar kveða ekki víða eins þýðar og skærar. S& - 'Jé Hug minn tengir tryggðin þér, byggðin mín bjarta, bezt hefirðu lýst mér og þrýst þér að hjarta. Sá, sem víkur frá þér, en hjá þér er hálfur heim til sín ei ratar og glatar sér sjálfur. Og til þess að sannfærast um það, að enginn fölskvi féll á þann ástareld skáldsins til átthaganna, eftir því, sem árin færðust yfir, þurfa menn ekki annað en lesa kvæði hans „Á heimleið“, sem vitn- að var til hér að lraman, sem ort var vorið 1965, vafalaust í Winni- peg, en þar dvaldi skáldið á vetrum hin síðustu ár. Hefst kvæðið með þessum hætti: Héðan ég fer með þeirn fyrsta hrafni sem flýgur norður með land fyrir stafni, landið mitt góða með vötn og velli og villilands skóga í hárri elli. Svo koma ljóðlínurnar angurblíðu um enn nánari tengsl við átt- hagana, sem teknar voru upp í lok fyrsta kafla þessarar ritgerðar. En kvæði þetta er bæði stórt í sniði og djúpri hugsun hlaðið, sam- hliða náttúrulýsingunni, svo að segja má, að það varpi eigi litlu ljósi á lífsskoðun skáldsins. Fæðingarlandið, Kanada, lofsyngur hann einnig í mjög fögru kvæði, léttstígu og hljómmiklu, er lýkur með þessari ástarjátningu:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.