Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 91
GVTTORMUR GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
71
kennd eru rnörg þessi leikrit Guttorms, en annars þrungin spaklegri
hugsun, táknræn og dulræn að blæ, og því mjög í ætt við hin mörgu
táknrænu kvæði skáldsins.
í andans höll Guttorms var „hátt til lofts og vítt til veggja.“ Oll
þröngsýni var honum fjarlæg og hvimleið, eins og ádeilur hans sýna
deginum ljósar. Hann var þá einnig frjálslyndur rnjög í trúarefnum,
og mun rétt lýst með því að segja, að hann hafi verið sannleiksleit-
andi efasemdamaður á því sviði, eins og raunar á öðrum sviðum,
því að sannleiksástin brann honum heit í barmi. Sambærileg feg-
urðarást hans er færð í eftirminnilegan orðabúning í lokaerindinu
í kvæði hans „Klettafjöllin" (í Kanadaþistli), þar sem saman fara
mikil rím- og málsnild, skáldlegt hugmyndaflug og innsæi:
Sú list í því fólgin að fegra
hið fagra, við hámarkið ber.
Því fagra að spilla
það er athæfi ’ins illa
og afskræmi raunverulegra
en guðanna öfugmynd er.
En síunga fjalldísin, fjallanna sál
allt fegrar með hulinni nálægð og prýðir,
hún fegrar sitt rann
eins og mannssálin mann,
og markmiðið reynist ei tál —
sönn list hennar lögmáli hlýðir.
Kvæðið „Vantrúarmenn", einnig í seinustu kvæðabók hans, er
eigi síður merkileg heimild um trúarskoðanir hans, og iífsskoðun
hans á víðtækara grundvelli, en þetta er síðasta erindið:
Þeim lízt, þó ei sannað sé það mál,
að sálin sé kveikt og slökkt sem bál,
hver sál eigi sólgneista falda;
þó sálin sé slökt, muni Ijós hennar áfrarn halda;
og sennileg finnst þeim sú sögn og góð
að sálarkveikjan sé eilíf glóð
og kvikni af sálum sál um aklir alda.
I þessu merkilega kvæði talar skáldið einnig á einum stað um
..áreynslu í þarfir hins veika sem geri þá sterka“, og kemur þar
fram hinn djúpstæði mannúðarandi hans. Áður hefur verið að því
vikið, hvernig mannást hans og friðarást falla í einn farveg í kvæð-
um hans. Því til frekari staðfestingar þurfa menn eigi annað en