Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 98
78
EIMREIÐIN
boðlegar. En það eru galopnar
glæsidyr abstraktlistar og atóm-
skáldskapar. Hefir mér verið falin
forysta þar og umsjón öll og dyra-
var/la, samkvæmt ósk minni og
eigin meðmælum.“
„Ekki geng ég um annarra dyr,
né þræði þeirra götur,“ mælti Æri-
Tobbi.
Neglings-steglings stagara styr.
Ég stíg ekki innum þínar dyr!
Agara-gagara út og inn
arka ég minar dyr hvert sinn!
Umbrum-brumb og rigul-reið
Það rata nú fæstir mína leið.
Æfara-tæfara fussum fei.
Á ferðunum mínum villist ei!
„Ekki er þetta mikill skáldskap-
ur, Æri-Tobbi,“ mælti Drómund-
ur. „Ærið var ég háfleygari þegar
í æsku og andríkari, er ég kleif
Kögunarhólinn forðum og komst
í lífsháska. Þá lyfti sér sál mín í
hugljómun há-listar uppá hátind
Himinfjalla, og sá þaðan of veröld
vlða og allan Flóann. Hraut und-
irrituðum þá af munni í ægisterkri
inspírasjón eitt voldugt abstrakt-
atómljóð, sem síðan hefir verið
sjálflýsandi götuviti allrar upp-
rennandi æsku, sem nokkuð er í
spunnið! — Og enn lýsir ljóð þetta
sem hámark mannlegs hugdettu-
flugs og snilli:
Á Kögunarhól, — á Kögunarhól!
Hreykir sér sál mín á Kögunarhól!
Á Ingólfsfjalls brún, á Ingólfsfjalls
brún!
Hreykir sér sál mín á Ingólfsfjalls
brún.
Ægikiild, örugg og leiftrandi
eins og einmana ísköggull
á himinhæðum Ingólfsfjalls
í logandi ljósflæði hálfmánans
hún liorfir í hrifning of Flóann!
Og hjarta mitt stöðvast!"
„Happ var, að hjarta þitt fór
aftur í gang,“ mælti Æri-Tobbi.
„Annars sætirðu ekki hér! — En
sagt get ég þér, að títt gerist nú
um slíka snillinga.“
„Þú segir það ekki!“ æpti Dró-
mundur. „Skákað hefir undirritað-
ur þeim öllum til þessa!“
„Hitti ég þó í gær einn þinna
velsporrekjenda, sem taldi sig hafa
skotið jrér ref fyrir rass og hlaupið
þegar all-langt framúr þér! Lærði
ég af honum ljóð eitt, sem hann
taldi uppi myndi verða, meðan ís-
land byggðist. Enda væri það há-
stig íslenzkrar ljóð-snilldar og and-
ríkis á þessari öld. Héti það Sigga
syndlausa, og er svohljóðandi":
Æri-Tobbi brýnir róminn:
Hún 7-pilsa Sigga var syndlaus
í gær.
Hún var björt eins og júnísól
og heit eins og nýbökuð
pönnukaka.
í dag fór hún úr öllum pilsunum,
nema einu.
Og hún rétti mér ltönd sína,
Itrosti og söng.
Og hún sagði við mig:
„Ég var syndlaus í gær.
En í kvöld fer ég úr síðasta pilsinu
og dansa við þig
í alla nótt!
Og ég mælti:
„Góðar eru gjafir þínar,
7-pilsa Sigga
syndlausa!"
„Bölvaður nokkuð!" mælti Dró-