Eimreiðin - 01.01.1967, Page 99
EIN FORKOSTULEG HISTORÍA UM SANNSÖGULEGAR PERSÓNUR
79
mundur. — „Sjaldan launa kálfar
ofeldi! Og of mikið hefi ég kennt
þessum peyja! — En hann er skáld,
mannskrattinn! Spáir undirritað-
ur því, að haldi hann þannig fram
sem stefnir, muni hann senn lyfta
sér hátt yfir Kögunarhól og alla
leið uppá hábungu Ingólfsfjalls!
— Þetta er það, sem koma skal! —
En ekki ætti hann að gera sig digr-
an að svo stöddu, drengur sá! Þótt
ég hafi sleppt höndinni af honum
í svip! Og vara má hann sig á þeim
yngri upprennandi, t. d. þessum
unga hugsuði, sem ég hefi upp-
götvað:
Ég hugsa!
Og hugur minn flýgur hátt
og leggur undir sig
algeim geimanna!
Þar snýst hann utanurn sjálfan sig
eins og sovjezkur spútnikk
og finnur ekki neitt! —
Svo kafar hann hyldýpi hafsins
og finnur hvergi botn! ...
Síðan held ég áfram að liugsa,
unz ég finn ekki sjálfan mig aftur!
Hvað verður úr 7-pilsa-Siggu
syndlausu á slíku Spútnikk-ferða-
lagi um liimingeimana og hafsins
djúpl Skyldi hana ekki sundla of-
urlítið, svo hún gleymi alveg að
fara úr síðasta pilsinu. — En hann
um það! — Ýmsir fleiri hinna allra
yngstu í mínum skáldaskóla yrkja
m. a. svoköluð „stílíseruð atóm-
ljóð“ af hreinustu snilld með kurt
°g pí. — Hlustaðu nú, Tobbi kall,
á einn þessara ungu snillinga:
Hyldjúpt í lijarta nn'nu
eru kóralfjöll af ást!
Og gervitunglin glóandi
geisast allt í kring. —
Þar syngja fagrar hafmeyjar
dinge-dinge-ling!
Ping-ping!
Og vatnahestar kljást. —
Og þarna sé ég ástina mína
hlaupa eins og skot
uppá hvítan kóraltind!"
Æri-Tobbi: „Sannast hér hið
fornkveðna: Fé er fóstra líkt. Og
dregur hver dám af sínum sessu-
naut, — hvað þá kennimanni."
Drómundur: „Auðvitað kennir
áhrifa minna á snemmsprottinn
Góugróður og klökkar nýgræðings-
sálir eins og t. d. þessa unglinga,
sem þannig yrkja“:
Rjúpkerar og fagurkerar
ropa um japönsk fjöll
og spranga um Olymps-völl! —
Já, og líka stóðmerar! — —
Og þá er sagan öll!
Forgyllta bára og fagur-spík
frá Reykjavík!
Þú ferð eins og eldibrandur
um allan mig
á hjólatík!
Æri-Tobbi: „Ekki er nú annars
munurinn mikill á þessum spánýju
atómpeyjum þínum og gömlu góð-
skáldunum okkar, Eiríki Ólsen,
Halldóri Hómer og Gvendi
snemmbæra. Og ekki feta ég í
þeirra slóð:
Neglings-steglings þokan var þver
þar týnd’ ég ánum og sjálfum mér.
Umbrum-brumb, fyrir allt mitt strit
þeir sögðu ég hefð’ekki smala-vit.
Og jrannig virðist mér einnig
ástatt um skáldin jtín, Drómundur
sæll!