Eimreiðin - 01.01.1967, Side 101
EIN FORKOSTULEG HISTORÍA UM SANNSÖGULEGAR PERSÓNUR
81
vott andlegrar áveitu rninnar á
flóalendi æskunnar. Og sprettuna
hefir þú þegar séð eða kynnst! —
Má hér telja, að ég sigli beggja
skauta byr, og sé jafnsnjall á báða
bóga: rímað mál og órímað, allt
eftir innblæstri listarinnar, fagur-
lega og sérfræðilega samanblandað
og mannsæmandi íslenzkri menn-
ingu! Er þetta t. d. mjög áberandi
í hinu nýja ljóði mínu: Útsýn tif
Vaðalheiði:
Ég segi skáldum til syndanna
og sýni þeint rétta leið
um Iífsins gönuskeið.
A vængjum allra vindanna
ég lyfti þeim svo hátt
yfir hæstu toppa tindanna. —
unz himininn stendur í hálfa gátt
og opinn öllum þeim,
sem undirritaður skákar
uppá sinn Kögunarhól.
fyrir austan mána
og sunnan sól!
Æri-Tobhi: „Æi, er þetta nú
ekki hálfgerð ólekja, Drómundur
minn? Hvorki almennilega þykkt
né þunnt. Og léttmeti hlýtur það
að reynast í himnaförum þínum og
pilta þinna.“
Drómundur: „Talaðu varlega
nm háfleyg efni, karlfauskur! Þetta
gengur auðvitað hátt yfir þoku-
haus þinn, unz eitthvað rofar til í
kolli þínum! — En heyra skaltu
framhaldið. — Ekki er það síðra:
Svo koma þeir allir til mín
með upptíninginn sinn!
Ungir, stæltir tin-dátar
með skegg-hýjung á höku og kinn.
Á abstrakt-tölti og atóm-spretti
í iibermannschen dúr! —
Hlusti nú allir á ntig, —
herrar rnínir og frúr! (æ-i, afsakið!)
hve frjótt er landsins listamál, —
— og menntamál, —
í minni fleygu sál;
Heyr, hve ungu skáldin,
sent hjá mér voru í kúr,
eru nú ajour!
Og nú hefir þú þegar heyrt sitt
af hverju tagi á hinum ýmsu plön-
um há-listar, Tobbi kall! Og von-
andi opnast þín andlegu asnaeyru
fyrir ágæti því öllu og olursnilli,
áður en yfir lýkur!“
Æri-Tobbi: „Heyrt hefi ég að
vísu um handleiðslu þína á hirð-
fíflum þínum, og hverju þau skila
aftur úr öræfagöngu sinni. — En
heyra vildi ég að lokum, hversu
þú yrkir frá eigin brjósti, er and-
inn hrífur þig uppá hátind Kög-
unarhóls, þar sem himnasprettur
þinn virðist hafa byrjað. Og
muntu nú allhátt kominn, þar sem
sporrekjendur þínir hafa komið að
himninum í hálfa gátt! Og senni-
lega ert þú þá kominn alla leið
uppá háaloftið!"
Drómundur: „Satt er það, Æri-
Tobbi. — Allhátt hefi ég komizt,
svo að vart munt þú fylgja mér
eftir. En þó mun ég að lokum lofa
þér að heyra kafla úr mínu nýjasta
stjörnuljóði, því að fátæklegt verð-
ur og tilbreytingarlaust að halda
sig eingöngu á flatlendi og eyði-
söndum lífsins. — En vissara er, að
þú lokir augum þínum, svo að þig
svimi síður, er í hæðirnar dregur.
Og hlusta nú á Ijóð þau, sem mér
eru sérstaklega veljróknanleg. —
Er hið fyrra eiginlega einskonar
afar háfleygt framhakl af Útsýn
frd Vaðalheiði og hljóðar þannig:
6