Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 102
82
EIMREIÐIN
Stjörnur dansa um himininn
með norðurljósa-liár
og mána-sigð á brjóstinu.
Svo hneigja þær sig
og beygja sig
og snúast utanum mig
og hugsa — liver um sig:
Hvern Spútnikkinn á ég að velja
á lífsins krákustig?
(Þær meina: Tungla — eða mig!)
Svo lúta þær mér allar
og bráðna eins og smjör . . .
Þá flýtur yfir Vaðalheiði
mælsku minnar foss!
Vendi ég mínu kvæði í kross
og stefni að minum ósi!
— Óskeikull og áttaviss. —
Eins og beljan Búlganins
fann básinn sinn í fjósil
Og svo er að lokum smáljóð
og ljóðform, sem mér er sérstaklega
hugstætt og velþóknanlegt, með
endurminningar frá bernskuárum.
Hefi ég nefnt Joað A smalaslóðum.
Hann tifar á tánum
um trölla-geim
á veg með ánum
í vinda-heim!
Um heiðar og hálsa,
vang og vengi
ber smalann frjálsa
furðu-lengi! —
Tifand’ á tánum
— á fótum tveim —
á veg með ánum
um votlend engi
í vinda-heim.
Sæll hver sem fengi
að fylgja þeim!
„Þannig vildi víst margur kveð-
ið hafa — hefði Drómundur ekki
orðið fyrri til,“ skrifar einn fremsti
fagurkeri og menningarfrömuður
Jtjóðar vorrar ttm Jressi síðustu ljóð
mín í eitt lielzta blað höfuðborg-
arinnar! „Og skáld sem Jtetta kann
og getur, ætti næst að skila stórri
bók, gylltri í sniðum og í skraut-
bandi!“ — Og séu orð Jtessi skilin
sem eggjun, en ekki vanjrakklæti”,
bætir hann síðan við, og eru þetta
spakleg snilliyrði og honum lík!“
Æri-Tobbi: „Ekki geðjast mér
að yðvarri tízku! Og halda mun ég
fram enn um hríð, þótt vor öld sé
senn á enda runnin! — En ])ví
spáir Æri-Tobbi, eftir Jtví sem nú
horfir við, að rísa muni hún á ný
eftir hans dag:
Því — ævara-tævara, trúðu mér,
trumpum-pump, er ég segi þér,
að agara-gagara eftir minn dag
ntunu allir stæla mitt kvæða-lag!
Þambara-vambara þeysings snjallt!
Þeir munu skeiðríð’ um landið allt!
Umbrum-brumb og gagara-gól:
Gleymd munu skáld þín á
Kögunarhól!
Hlunkum-dunk og hryssings-sköll!
Hætt’ þér ei framar á regin-fjöll!
Hoppara-skoppara, — heilinn er
veill!
Halt’ þig á Mölinni! — Sittu nú
heill!"
(Stendur upp og fer.)
Drómundur (kallar á eftir hon-
um!:
Hyggst þú að skáka mér — hel-
vízkur Jtræll!
Hypjaðu þig! — Og vert’ aldrei
sæll!
★
Leppalúði hafði fyrir löngu
lokið úr skyr-sánum. Reis hann nú
úr sæti, sneri baki við menning-
unni og arkaði heim í Grýlubæ.