Eimreiðin - 01.01.1967, Page 110
Niels Horrebow: FRÁSAGNIR UM
ÍSLAND. Steindór Steindórsson
frá Hlöðum íslenzkaði. Bókfells-
útgáfan h.f. 1966.
I Eintr. 71. árg. bls. 111 skrifaði ég
nokkur orð um nýútkomna ferðabók
frá Islandi eftir Englendinginn J.
Goles, er ferðaðist um landið á síð-
ari helming aldarinnar sem leið. í því
sambandi gat ég um nokkrar útlend-
ar ferðabaekur, sem þýddar höfðu ver-
ið, og lét í ljós þá ósk mína að rneira
yrði gert að útgáfu slíkra bóka í fram-
tíðinni. Fá rit eru skemmtilegri en
vel ritaðar ferðabækur, ekki sízt frá
fyrri tímum, auk þess fróðleiks um
hagi lands og lýðs, sem þær flytja, og
óvíða finnst skráður annarsstaðar. Síð-
astliðið liaust bættist ein slík bók í
hópinn eftir danskan mann, sem ferð-
aðist hér um fyrir og um miðja átj-
ándu öld. Hinn danski titill bókar-
innar er: Tiljorladelige ejterretninger
om Island med et nyt Landkort og 2
Aars meteorologiske Observationer.
Kjöbenhavn 1752. Hefur heiti bókar-
innar verið stytt í þýðingunni, sem að
ofan greinir, og fer það ólíkt betur.
En í rauninni er bók þessi deilurit
og því hefur höf. þótt henta að láta
þess getið á tiltilblaði, að hér væri
unt áreiðanlegar upplýsingar að ræða.
Niels Horrebow var kominn af
lærðu fólki í Kaupmannahöfn, og
var ungur settur til mennta. Hann
varð doktor í lögunt og dómari í
hæstarétti Danmerkurríkis. Hann var
fjölhæfur ntaður, en hefur líklega
ekki verið lagið að fara með peninga;
að minnsta kosti varð sjóðþurrð hjá
honum, og varð hann af þeirn sökum
að láta af embætti og var sendur í
útlegð til Borgundarhólms. Einhverja
volduga hefur hann átt að, úr því að
hann slapp svo vel út úr málinu, en
slíkt var raunar ekki ótítt rneðal æðri
stéttanna á þeirri tíð, og er jafnvel
ekki enn þann dag í dag. En gott var
það, að hann slapp hjá tugthúsi, og
var í þess stað sendur til íslands til
að gera athuganir um veðurfar og
hnattstöðu landsins, því að árang-
urinn af ierðinni varð ein sú bezta
bók, sem samin var um Island á þeirri
öld. Hún er lireinasta gullnáma fyrir
alla, sem óska að kynnast högum lands-
manna á Jtessari öld, Jiegar tekur að
rofa til fyrir nýjum stefnum og ein-
staka víðsýnir menn eru farnir að
láta til sín taka við að leiða þjóðina
út úr því myrkri, sem klerkavaldið
hafði leitt ylir hana á undanförnum
öldum.
Tilefni bókarinnar er [jað, að árið
1742 kom út rit um ísland eftir Jo-
hann Andersen borgarstjóra í Ham-