Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 110

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 110
Niels Horrebow: FRÁSAGNIR UM ÍSLAND. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenzkaði. Bókfells- útgáfan h.f. 1966. I Eintr. 71. árg. bls. 111 skrifaði ég nokkur orð um nýútkomna ferðabók frá Islandi eftir Englendinginn J. Goles, er ferðaðist um landið á síð- ari helming aldarinnar sem leið. í því sambandi gat ég um nokkrar útlend- ar ferðabaekur, sem þýddar höfðu ver- ið, og lét í ljós þá ósk mína að rneira yrði gert að útgáfu slíkra bóka í fram- tíðinni. Fá rit eru skemmtilegri en vel ritaðar ferðabækur, ekki sízt frá fyrri tímum, auk þess fróðleiks um hagi lands og lýðs, sem þær flytja, og óvíða finnst skráður annarsstaðar. Síð- astliðið liaust bættist ein slík bók í hópinn eftir danskan mann, sem ferð- aðist hér um fyrir og um miðja átj- ándu öld. Hinn danski titill bókar- innar er: Tiljorladelige ejterretninger om Island med et nyt Landkort og 2 Aars meteorologiske Observationer. Kjöbenhavn 1752. Hefur heiti bókar- innar verið stytt í þýðingunni, sem að ofan greinir, og fer það ólíkt betur. En í rauninni er bók þessi deilurit og því hefur höf. þótt henta að láta þess getið á tiltilblaði, að hér væri unt áreiðanlegar upplýsingar að ræða. Niels Horrebow var kominn af lærðu fólki í Kaupmannahöfn, og var ungur settur til mennta. Hann varð doktor í lögunt og dómari í hæstarétti Danmerkurríkis. Hann var fjölhæfur ntaður, en hefur líklega ekki verið lagið að fara með peninga; að minnsta kosti varð sjóðþurrð hjá honum, og varð hann af þeirn sökum að láta af embætti og var sendur í útlegð til Borgundarhólms. Einhverja volduga hefur hann átt að, úr því að hann slapp svo vel út úr málinu, en slíkt var raunar ekki ótítt rneðal æðri stéttanna á þeirri tíð, og er jafnvel ekki enn þann dag í dag. En gott var það, að hann slapp hjá tugthúsi, og var í þess stað sendur til íslands til að gera athuganir um veðurfar og hnattstöðu landsins, því að árang- urinn af ierðinni varð ein sú bezta bók, sem samin var um Island á þeirri öld. Hún er lireinasta gullnáma fyrir alla, sem óska að kynnast högum lands- manna á Jtessari öld, Jiegar tekur að rofa til fyrir nýjum stefnum og ein- staka víðsýnir menn eru farnir að láta til sín taka við að leiða þjóðina út úr því myrkri, sem klerkavaldið hafði leitt ylir hana á undanförnum öldum. Tilefni bókarinnar er [jað, að árið 1742 kom út rit um ísland eftir Jo- hann Andersen borgarstjóra í Ham-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.