Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 10

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 10
RÆÐA FORSETA ÍSLANDS VIÐ EMRÆTTISTÖKUNA Hinn nýkjörni forseti íslanas, dr. Kristján Eldjárn, tók við embætti við hátíð- lega athöfn í dómkirkjunni og Alþingishúsinu hinn 1. ágúst síðastliðinn, og jafn- framt lét herra Ásgeir Ásgeirsson þá af embætti, en hann hefur setið á forseta- stóli í samfellt 16 ár, eða frá 1952. Eins og kunnugt er, fóru forsetakosningar fram 30. júní síðastliðinn og féllu atkvæði þannig, að dr. Kristján Eldjárn hlaut 67544 atkvæði, dr. Gunnar Thorodd- sen hlaut 35423 atkvæði, en 923 atkvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Við athöfnina í Alþingishúsinu 1. ágúst lýsti forseti Hæstaréttar, Jónatan Hall- varðsson, forsetakjöri og las eiðstaf þann, er hinn nýi forseti undirritaði, en síð- an gengu forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, fram á svalir Alþingishússins, þar sem þau voru hyllt af miklum mannfjölda. Að því búnu flutti forsetinn ræðu þá er hér fer á eftir: Góðir íslendingar og erlendir fulltrúar. Á þessari hátíðarstundu er mér efst í huga þakklæti til íslenzku þjóðarinnar fyrir það mikla traust, sem hún hefur sýnt mér og konu minni með því að trúa mér fyrir því háa embætti, sem ég hef tekið við í dag. Það traust mun verða okkur hvatning og styrkur fram á leið, hvað sem framtíðin ber í skauti sér. Ég þakka einnig allar þær góðu óskir, sem að okkur hafa streymt hvaðanæva, frá vinum og frá fólki, sem við þekkjum ekki neitt. Ég þakka forseta hæstaréttar árnaðaróskir hans, svo og heillaóskir ríkisstjórnarinnar, og einkum og sér í lagi þakka ég hamingjuóskir, sem okkur bárust að kosningunum loknum frá herra Ásgeiri Ásgeirssyni. Ég leyfi mér, á þessari stundu, að beina orðum mínum sérstaklega til hans. Það er alþjóð kunn- ugt, að herra Ásgeir Ásgeirsson hefur á langri ævi staðið í fremstu röð í opinberu lífi á íslandi og verið fyrirsvarsmaður þjóðarinnar á ýmsum sviðum. Sú saga verður ekki rakin hér, en þó vildi ég nefna sem glæsilegan áfanga á ferli hans, þegar hann sem for- seti sameinaðs Alþingis, þá maður í broddi lífsins, stjórnaði Alþing- ishátíðinni á Þingvöllum 1930 með þeim ágætum, að orð fór af víða um lönd, en einkum þó svo, að þjóð hans sjálfs hreifst af og man það enn. Síðastliðin sextán ár hefur herra Ásgeir Ásgeirsson

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.