Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 16

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 16
88 EIMREIÐIN og sótti oft fjármál sín af meira kappi en rétti. í Sturlungu er sagt frá f járdráttarmáli einu árið 1215, er Snorri kom við og hafði mikla virðingu af; og hefur þess verið getið til, að þá hafi hann eignazt Bessastaði, en sennilegra mun, að Snorri hafi keypt Bessa- staði, og benda ummæli ein í Sturlungu til þess. En er að Snorra þrengdi í Borgarfirði, leitaði hann sér hælis á Bessa- stöðum. Eftir víg Snorra Sturlusonar 1241 tók Hákon gamli Noregs- konungur undir sig Bessastaði, sem urðu síðan um margar aldir aðsetur norska og síðan hins danska konungsvalds á Islandi. I bók sinni um Bessastaði, sem tit kom 1947, segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrurn útvarpsstjóri, að það megi lieita kaldhæðni ör- laganna, að ein af höfuðeignum hins mesta höfðingja þjóðlegrar, íslenzkrar menningar skyldi verða virki erlends konnngsvalds. Um 1340 verða Bessastaðir fastur aðsetursstaður umboðs- manna konungs og eins konar annar höfuðstaður landsins, mið- stöð hins erlenda valds, en Þing- völlur var hinn höfuðstaður ís- lands, enda þótt segja megi, að biskupsstólarnir væru það einn- ig- Á fimmtándu öld koma Bessa- staðir oft við sögu erlendra ævin- týramanna og ránsmanna. Árið 1420 kornu Englendingar til Bessastaða, tóku hirðstjórann höndum og drápu einn manna Iians og særðu aðra. Tveimur ár- um síðar, árið 1422, gengu Eng- lendingar á land \ ið Bessastaði, drápu menn og eyddu garðinn og 1425 komu enskir menn þar enn, tóku höndum hirðstjórana, sem þá voru tveir, þeir Hannes Pálsson og Balthazar, og höfðu með sér til Englands. í upphafi 16du aldar fóru Eng- lendingar enn með yfirgangi og ránum um landið, og var jafvel um það talað, að þeir ætluðu að leggja ísland undir sig. Árið 1512 drápu þeir hirðstjórann, Svein Þorleifsson og ellefu menn hans. Þá tóku enskir menn kaup- skip í höfn með allri áhöfn. Út af þessu varð mikil rekistefna og milliríkjamál, og upp úr þessu setti Danakonungur til hirð- stjórnar á Islandi alkunnan sjó- garp, Sören Norby. Hann sat á Bessastöðum, og er sagt, að hann hafi fyrstur orðið til að sigla upp Seyluna, er síðan varð liöfn Bessastaða. Sá maður, sem einna mestar sögur fara af á Bessastöðum um miðja 16du öld, er kóngsfóget- inn Diðrik von Mynden. Hann hafði verið alllengi á Islandi og var af Þýzku bergi brotinn. Bróðir hans, Kort von Mynden, var lengi kaupmaður í Hafnar- firði, og hefur þess verið getið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.