Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 17

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 17
BESSASTAÐIR 89 Séð heirn til Iiessastaða. til, að Diðrik liali komið hingað fyrst til kaupsýslu. Diðrik von Mynden var uppivöðslusamur og fór um með barsmíðum og grip- deildum, en tvær ferðir hans frá Bessastöðum eru sögulegastar, hin fyrri þegar hann ásamt Klá- usi hirðstjóra var der Marvitzen tók Viðeyjarklaustur á hvíta- sunnu Í539, brutu þar upp hús og hirzlur, lnöktu heimafólk nakið upp úr rúmum sínum, börðu menn og bundu, rændu og rupluðu. Hin förin var, er Diðrik fór við tíunda mann í öndverðum ágústmánuði 1539 austur yfir fjall til þess að taka klaustrin í Kirkjubæ og Þykkva- bæ. Þetta var ekki fjölmennur flokkur, en þó lét Diðrik svo um mælt, að ekki mundi hann þurfa nema sjö menn til að leggja und- ir sig landið allt. Þetta fór þó á annan veg, því að í þessari ferð drápu íslendingar Diðrik fógeta í Skálholti. Það var síðan á Bessastöðum, að þeir hittust seinast í maí 1541 forráðamenn hins nýja siðar og konungs, Gissur biskup Einars- son og Kristófer Hvítfeldur hirð- stjóri. Þar munu þeir liafa ráðið þeim ráðum, er síðar komu fram, en 5ta júní sigldi Hvítfeldur hirðstjóri frá Islandi og hafði með sér fanginn Ögmund biskup Pálsson, er lézt í hafi. Enn eru fleiri atburðir siða- skiptanna tengdir við Bessastaði eða Bessastaðamenn. Haustið 1550 var helzt til forstöðu á Bessastöðum Kristján skrifari,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.