Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 18
90 EIMREIÐIN eins og hann hefur verið nefnd- ur, en Kristján var fógeti eða umbóðsmaður höfuðmannsins, Laurentiusar Múle. Kristján hafði áður verið bæjarstjórnar- skrifari í Kaupmannahöfn, og af því mun viðurnefni lians dregið. Þegar andstæðingar Jóns Arason- ar höfðu sigrazt á honum, var fyrstgert ráð fyrirþví, aðhannog synir hans, Björn og Ari, skyldu geymdir í haldi og látnir bíða al- þingisdóms samkvæmt lögum og landsrétti. Atti að skipta þeint á höfuðból sigurvegaranna, Bessastaði, Skálholt og Snóksdal, en þessi ráðagerð fórst fyrir, af því að Kristján skrifari treysti sér ekki til að halda neinn þeirra af ótta við fylgismenn þeirra meðal norðlenzkra útróðrar- manna um Suðurnes. Þá var af- ráðið, að öxin og jörðin geyntdu þá bezt. Sent var eftir böðlinum til Bessastaða, og segir svo í gömlum þætti, að hann héti Jón Ólafsson, herfileg kind sunn- lenzk, og hafði hann ekki réttað áður utan einn mann. Segja má, að á árunum 1551 til 1555 hafi ísland verið her- numið land, en herforingjarnir höfðu einkum aðsetur sitt á Bessastöðum. Ýmsir valdsmenn, er sátu á Bessastöðum á ofanverðri 16du öld, voru stjórnsamir, og var þar á ýmsa lund höfðingsskapur og stórmennskubragur. Meðal þess- ara manna var Páll Stígsson, sem var mikill fyrir sér og stjórn- samur höfðingi, trúmaður og framfaramaður á sína vísu, en siðavandur og harður, eins og stóridómur hans frá 1564 sýnir. Páll Stígsson andaðist á Bessa- stöðum í maí 1566 og var jarð- settur fyrir framan altarið í Bessastaðakirkju, sem þá var. Sá steinn er enn í kirkjunni, og á honum er mynd af Páli í hertygj- um og skjaldarmerki ætta lians í hornunum, og á steininum er Páll kallaður kóngsins af Dan- mörku befalningsmaður yfir Is- landi. í upphafi 17du aldar sat á Bessastöðum Herluf Daa hirð- stjóri, er var ævintýramaður, er hafði víða farið, verið í Hollandi og á Spáni og í hernaði á móti Tyrkjum. Hann stýrði herskip- um og varð aðmíráll, en ævi sinni lauk hann í Kaupmannahöfn, fátækur maður og forsmáður. Á eftir honunt kom hér Frið- rik Friis, mikilsháttar maður, er virðist hafa haft í hyggju ýmsar umbætur í landsmálum. En hann tók sótt í hafi á leið til íslands og andaðist þremur nóttum eftir að hann steig á land á Bessastöð- um, og var þar jarðsettur. Síðar létu ættingjar hans grafa hann upp og flytja til Danmerkur. Árið 1627 komu til fslands sjó- ræningjar frá Alsír, er íslending- ar kölluðu Tyrki. Konm þeir að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.