Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 24

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 24
96 EIMREIÐIN einkennandi fyrir náttúru landsins, að jarðhita hefur orðið vart á 700 stöðum og að jökull hylur 11% af yfirborði þess. Allt eru þetta snarir þættir í náttúru landsins og er þó margt ótalið, sem mótar íslenzkt náttúrusvipmót, svo sem fljót og fallvötn, hraun og auðnarsandar. Island er ekki frjósamt land og telja sumir það á mörkum hins byggilega heims. En ísland býr yfir fjölbreytilegri náttúru, og mikill hluti hennar er enn ósnortinn sökum fámennis þjóðarinn- ar, strjálbýlis og erliðra samganga. — En nú stöndum við á tímamót- um. Samgöngur til landsins hafa batnað og fara vaxandi, og greið- færara verður með ári hverju um landið sjálft eftir því sem vega- kerfið hefur orðið f jölgreinóttara og larartækin transtari. Svo helur flugið komið til sögunnar og stytt ferðir til staða, sem áður voru úr almannaleið. — Einangrun lands og öræfa er senn lokið. — hess vegna er verndnn sérkenna landsins, — áttúruverndin, — nú meira aðkallandi en nokkru sinni áður. Náttúruvernd. Ég hef nefnt orðið náttúruvernd, og er rétt að víkja nánar að, hvað í því felst og tæpa lítillega á tilkomu þeirrar hugmyndar og hreyfingar, sem að baki býr. Með orðinu náttúruvernd í víðtæknstn merkingu, held ég að átt sé við alla þá viðleitni, sem stuðlar að því, að náttúran fái sem mest að halda sínu upprunalega frumstæða svipmóti ósnortnu, ekki síst Jrau landssvæði og náttúrufyrirbæri, sem sérstæð eru talin, — en auðvitað með fullu tilliti til vaxandi mannabyggðar og at- hafnalífs. Þessi viðhorf ern ævaforn. Segja fróðir menn, að meðal annarra hafi jafnvel heilagur Franz frá Assisí á sínum tíma yrnprað á þeinr. En samt er það ekki fyrr en á 19. öld, að málið fær byr nndir vængi og náttúrufræðingar öðrnm fremur taka það upp á sína arma og kveðja málstaðnum hljóðs. Þeir senr fyrstir ríða á vaðið, eru Þjóðverjar og síðan Bandaríkjamenn. Brautryðjendur. Sá maðurinn, senr eiginlega er talinn vera höfundur nútínra náttúrnverndar, var Þjóðverji. Hugó Wilhelm Conventz, fæddur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.