Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 25
NÁTTÚRUVERND í NÚTÍMA I-JÓfíFÉLAGl 97 1855 og náttúrufræðingur að menntun. Árið 1906 kom hann á fót þýzkri náttúruverndarstofnun. Ferðaðist hann meðal annars sarna ár til Danmerkur og stuðlaði að stofnun danskrar náttúru- verndarnefndar, sem síðan leiddi til danskrar náttúruverndarlög- gjafar árið 1917. Hann var grasafræðingur og svo atvikaðist, að Benedikt Gröndal komst í bréfaskipti við hann og er til bréf frá árinu 1889, þar sem hann árnar Gröndal heilla í tilefni af nýstofn- uðu Náttúrufræðafélagi Islands, — senr þótt smávaxið sé enn og auralítið, hefur kornið mörgu góðu til leiðar og þar á meðal ekki ómerkari hlut, en að halda úti um áratugi „Náttúrufræðingnum," sem fjölmennari þjóðir rnættu vera sæmdar af. Úr því á annað borð er hér verið að tína saman í sennilega nokk- uð sundurlausu máli, eina og aðra fróðleiksmola úr náttúru- fræðum landsmanna og þó einkum þá, sem náttúruverndinni við- koma, má geta þess, að frumkvöðull náttúruverndar í Danmörku var góðvinur og ferðafélagi Jónasar skálds Hallgrímssonar, Japetus Steenstrup. Hann fékk því til leiðar komið árið 1844, að vernd- aðar voru mómýrar í Gentofte, svo að komandi kynslóðir gætu vísindalega rannsakað mómyndunina, og þær gróðurleifar, sem mórinn hefði að geyma. — Ávöxtur þessa brautryðjendastarfs var stofnun náttúruverndarfélags í Danmörku árið 1911. En svo sem fyrr hefur verið sagt, voru Bandaríkjamenn einnig •neðal brautryðjenda um náttúruvernd. Það var þegar árið 1832, sem fyrsti þjóðgarður Bandaríkjanna í nánd við laugarnar í Hot Springs í Arkansas var friðlýstur. Árið 1872 var Yellowstone Park svo komið á laggirnar. Er sú friðaða landsspilda hvorki meira né minna en 9000 ferkílómetrar að stærð, eða um það bil ellefti hluti íslands. Náttúruverndarstefnan tók úr þessu að ryðja sér til rúms, hvert landið af öðru lagði inn á þessa braut. Sem árangur þessa má t. d. nefna, að í þéttbýlum löndun svo sem Danmörku er 1,2% landsins friðlýst og í Hollandi eru 60 friðlýst svæði. Jafnvel í fátæku landi eins og Finnlandi eru 16 þjóðgarðar. Náttúruverndarmálum hefur sem betur fer yfirleitt tekizt að halda utan stjórnmálaerja og skapa um þau þjóðarsamhug. Gott dæmi þess er, að árið 1908 kvaddi Theódór Roosevelt stjórnmála- leiðtoga úr báðum flokkum og forystumenn ýmissa almannasam- taka til fundar til þess að fá þá til þess að sameinast í baráttu, sent gera skyldi náttúruvernd að þjóðarmarkmiði Bandaríkjanna. 7

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.