Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 26

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 26
98 EIMREWIN íslenzk löggjöf um náttúruvernd. Hverfum nú aftur að náttúruvernd á íslandi og þeirri löggjöf, sem um hana hefur verið sett. — Fyrsti vísirinn í þessa átt, er eftir því, sem séð verður, veiðilöggjöfin frá Jdví um miðja síðustu öld. Varðaði hún aðallega fuglaveiðar og verndun æðarfuglsins. Þar var þó fyrst og fremst um beint hagsmunamál að ræða, en náttúru- verndarsjónarmiðin minna ráðandi. Þá konm verndarlögin frá 1913 og svo þokaði málinu fram smám saman. Það er Jdó ekki fyrr en árið 1930, að fyrsti Jajóðgarðurinn er stofnaður, en það voru Þing- vellir. Var sú ákvörðun tekin í tilefni Alþingishátíðarinnar. Eftir Jjað er aðeins farið að greikka sporin. — Árið 1940 er Eldey friðlýst. — Einhver kann að spyrja, hvers vegna Jjetta eyðisker hafi verið friðlýst. En til þess standa gild rök. Og }:>au eru, að á Eldey er stærst súlubyggð í heimi. Einhvers staðar hef ég lesið, að þar séu um 15 Jaúsund súlupör. Hafa vissulega fáar fuglategundir slíka sérstöðu í hinu heldur fáskrúðuga íslenzka dýralífi. — Það væri þá helzt lieiðagæsin, sem varpstöðvar á í Þjórsárverum og eru þar talin vera um 2000 pör sumarlangt. En heildarstofn heiðagæsar- innar í heiminum mun hinsvegar ekki vera áætlaður nema 50 þús- und pör. Á haustin eru þarna undir Hofsjökli oft einar 15—20 hundruð heiðargæsir á randi og er Jjað merkileg sjón að sjá. Svo voru hreindýrin friðlýst árið 1941, eða settar ákveðnar regl- ur um veiðitíma þeirra. Þá fengu og hvalirnir sína vernd, sem er að vissu leyti náttúruverndun, til Jiess að hindra eyðingu stofnsins. Fólst lnín í því, að árið 1928 var bannað að veiða skíðishvali í land- Iielgi. Áfangi nokkur var Jrað líka, þegar lög um náttúruvernd voru samþykkt á alþingi árið 1956. Hafa lög þessi, þótt frumsmíð væru á þessu sviði, valdið nokkrum kaflaskiptum í náttúru- verndarsögu þjóðarinnar. Stendur nt'i til að endurskoða Jrau á þessu sumri, og er Jiað von manna, að vel takist til um Jrað verk og gott af hljótist. Vík ég þá að nokkrum friðlýstum stöðum öðrum og náttúrufyrir- bærum: Hveravellir voru verndaðir vegna hinna fögru hveramynd- ana og hverahrúðursins. Árið 1958 voru Rauðhólar settir undir vernd, en Jdví miður um seinan, Jíví að áður höfðu verið drýgð þar óbætauleg náttúruspjöll. En urðarræksnin, sent eftir standa eru Jdó e.t.v. betri en ekkert og að minnsta kosti hæfileg áminning um menningarskort í meðferð náttúrugersema. — Það virtist sem á svipað lag ætti að ganga nteð Grábrók í Borgarfirði, en í tauma var

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.