Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 28

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 28
100 EIMRF.IÐIN seni eiga að bæta lífskjör og auka lífsþægindi fólksins, en ekkert af þessu má þó rista ör í ásjónu íslands. — Þá eru það vatnsbólin. Verndun þeirra og hins tæra íslenzka lindavatns er líka mikið hags- munamál fyrir borgarana. Þessari tegund náttúruverndar er nú gefinn sérlegur gaumur víða um lönd og er bráð nauðsyn, að ekki sé látið arka að auðnu í þeim efnum hér á landi. Samstilling manns og lands. Við höfum hlotið þetta fagra land í arf. Við berum ábyrgð á að skila náttúru þess óspilltri í hendur komandi kynslóða. Við verðum að vekja samstillingu milli manns og lands. Að læra að líta á nátt- úruna, sem eitthvað lifandi, jafnvel eitthvað heilagt. Mannvinurinn og náttúruunnandinn Friðþjófur Nansen skrifaði einhversstaðar í dagbókum sínum um náttúruna, sem „hvíldarstað fyrir hina brennandi mannssál." Og Dagur Hammerskjold mælti þau orðin: „Nú eru fjallheimarnir að opnast. Og það þarf að ljúka þeim upp fyrir fjöldanum. En jafnframt verðum við að gæta þess, að þá verði engu spillt." — Og hann bætti við: „Við þurfum að gera fjöllin að friðlandi og griðastað, þar senr við njótum frístunda okkar, án þess að komandi kynslóðir glati tækifæri til þess að upplifa þar einveru, kyrrð og hvíldina, sem auðnin ein veitir." Hér þurfa forustumenn í félagsmálum, ríkisvaldið og sveita- stjórnir að mörgu að hyggja. Þeim er mikil ábyrgð á höndum. Ég veit, að á öðrum sviðum er þeirn ljóst, hversu verðmætir þeir hlutir eru margir hverjir, sem rekur á þeirra fjörur og þeir fara höndum um. Ég hef skoðað flest byggðasöfn landsins. Þau geyma rnikinn menningararf. — Þeir munir eru mannaverk. — En við megunr heldur ekki spilla því, sem landið gaf okkur, auði íslenzkrar náttúru- fegurðar og sérkennum. Við eru fátæk af fjármagni, en við eru rík af náttúruauð. Okkar er að forvalta þann arfinn með forsjá. Þar eiga allir landsnrenn nrikið og nrargbrotið verk fyrir höndum. Við þurfunr helzt að eignast að minnsta kosti einn þjóðgarð í hverjum landsfjórðungi og fjölda opinna útivistarsvæða. Við þurf- unr að konra á aukinni ferðamenningu og bættri umgengni á tjald- stöðum. Náttúruverndarsjónarmiða þarf að gæta í ríkara nræli við skipulagningu landsbyggðarinnar og í vegagerð. Við verðum auk nýrra laga um náttúruvernd að setja lög um byggingu sumarbú-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.