Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 31

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 31
KVEÐJA TIL SIGLUFJARÐAR 103 Nú er líf um áttir allar. önn til nýrra dáða kallar. Opin leið til lands og sjávar liggur héðan frá — og að. Siglufjörður sínu bezta senn mun tjalda — og fjöldi gesta fer með þys um þennan stað. Dumbs- á móti horfir hafi. Hlíðar rísa á báðar síður. Sviphreinn undir sjali fanna. Sumardaginn tignarfríður. Reginfjöll, með hjarn á herðum hefir að baki Siglufjörður, kaupstaðsheiti hefir borið hálfa öld, sem landsins vörður. Út við kalda íshafs-frera, allra nyrstur sinna líka. Það er víst að þegnskap margra þarf, að reisa bæi slíka. Ótal hafa örðugleikar eflt og kynbætt stofninn trausta Ránar milli og reginfjalla raunin elur drengi hrausta. Þótt þeir hefðu heims af gæðum heldur misjafnt eftirlæti, þeirra beztu manna milli margur yrði smár í sæti. Veginn marka ferðaförin. Frjáls í anda verður sonur þar sem heilum hugum vaka heiðursmenn og sæmdarkonur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.