Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 42

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 42
114 EIMREIÐIN augu ísraels, svo þeir sáu ekki þrengingar hans. Hvar heyrði hann vínið blessað og hvernig átti hann að hlýða boðinum um þrjár mál- tíðir á helgidögum? Hafi hann ekki fengið mat sinn úr hendi ná- ungans, hlýtur miskunnsemi guðs að liafa fært honurn fæðu. Mikil er sú gestrisni, sem kernur mönnum til að byggja hús og skipa embættismenn, að sjá fyrir fátæklingum. En ég dásama íbú- ana í bænum okkar, þótt þeir hafi að vísu ekki byggt hæli fyrir ör- eiga né sett embættismenn þeirn til forsjár. Hver maður í bænum, sem er þess megnugur, hýsir hinn fátæka á heimili sínu, þannig sér hann neyð bróður síns og huggar hann og styður í þrenginum hans. Og synir hans og dætur sjá verk hans og læra af þeim. Og lendi einhver í bágindum, svo hann andvarpi, bergmála vegg- ir hússins af andvörpum allra öreiganna, og hann skilur, að margir búa yfir þyngri hörmum en hann. Og svo sem hann miskunnar sig yfir hina fátæku, þannig mun og drottinn miskunna sig yfir hann. XIL Nú læt ég útrætt um fátæklinginn og minnist á klútinn hennar móður xninnar, sem hún batt um hálsinn á mér, daginn sem ég var fermdur. Þennan dag var ég á heimleið frá samkunduhúsinu til miðdegis- verðar, klæddur sem brúðgumi, þrunginn heitri gleði og í góðu skapi, því ég liafði haft bænaböndin á mér. A leið minni gekk ég fram á fátæklinginn, er sat í grjóthrúgu og gerði að sárum sínum, klæddur slitnum fatagörmum, hreinustu ræflum er fengu jafnvel ekki hulið kaun hans. Hann leit til mín, og sárin á andliti hans störðu á mig eins og glóandi gneistar. Það var sem hjarta mitt hætti að slá, ég tók að titra í knjánum, mér sortnaði fyrir augum og mér fannst heimurinn ganga úr skorðunr. En ég herti upp hugann, kinkaði kolli og heilsaði honunr, og hann tók kveðju rninni. Þá fékk ég hjartslátt og mér hitnaði á eyrum. Elnaður, senr ég hafði aldrei fundið fyrr, fór skyndilega um nrig allan. Þessi unaður gagntók varir nrínar, nrunn og tungu, ský féll frá augunr mér og ég sá í veruleika, það sem mér hafði verið sýnt í draumi. Þannig stóð ég og starði franr undan nrér. Sól var hátt á lofti, enga nranneskju að sjá og aðeins guð miskunnseminnar sat á himni sínum, horfði niður á jörðina og lét ljós sitt skína á sár fátæka mannsins. Ég tók að losa unr klútinn til að ná betur andanunr, því grátur-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.