Eimreiðin - 01.05.1968, Page 45
BJAIiNI M. GÍSLASON SEXTUGUR
117
sem orkað gæti
að flytja handrit
þíns heimalands
úr dæmdr'i útlegð
frá Dana grund.
Hinn íslenzki björn,
sem þú oft varst nefndur,
menn óttuðust styrk þinn,
er stormurinn blés,
en leggi menn eyru
við loðna feldinn,
slær innra hjartað,
sem er svo stórt,
að frásögn þín töfrar
oss fullkomlega.
Vér öðlumst hlutdeild
í hetjanna dáðum,
og helgast vor ættbönd
við eldforna þjóð.
Oss liverfur vor nútíð,
vér hörfum aftur
til þjóðarvorsins
á Þingvallastað.
Hér kynslóða raddir
oss kliða í sál,
og það sem var grunur,
nú glögglega sk'ilst oss:
Hví Frónbúinn óskar
sér aftur að heimta
þau skrifuðu skinnblöð
með sögnum og sögum,
þá alþjóðar auðlegð
sem henni er heilög.
í Danmörku tæpast
oss tekst þig að skilja,